Menntamál - 01.04.1961, Page 27
MENNTAMÁL
17
Tölurnar sýna samsvörun þroskaprófsins við náms-
árangur barnanna eins og hann er metinn með einkunna-
gjöf á prófi. Að vísu má draga í efa áreiðanleik einkunna
og samkvæmni, en ekki er við annað að styðjast, er meta
skal námsárangur, enda ekki ástæður til að efast um, að
einkunnir gefa nokkuð rétta heildarmynd af námsárangr-
inum.
Fylgnitala milli þroskaprófsins og lestrareinkunna er
greinileg, en ekki ýkja mikil. Talsvert sterkari fylgni
kemur fram í reikningi og sérlega athyglisvert, að fylgni
vex greinilega við vorpróf 8 ára og er þá talsvert ein-
dregin. Sama kom fram í Kópavogssafninu, sem nú verð-
ur greint frá.
KójMvogssafnið.
I Kópavogsskólanum voru prófuð með Levinprófinu
haustið 1958 140 börn, sem voru að byrja í 7 ára bekkjum,
og 161 barn haustið 1959.
Skipting í flokka Levinprófsins var þessi og eru drengir
og stúlkur saman:
I. fl. (börn með 20 stig eða meira) 27.92%
II. fl. ( — — 10—20 stig) 34.88%
III. fl. ( — — 0—10 stig, vafafl.) 23.92%
IV. fl. ( — — mínustölu, óskólaþ.) 13.28%
I Kópavogi urðu meðaleinkunnir flokkanna í lestri þess-
ar við vorpróf í 7 ára bekkjum:
I. fl. 4.53
II. fl. 3.62
III. fl. 2.77 (vafafl.)
IV. fl. 2.18 (óskólaþroska)
Við vorpróf í 8 ára bekkjum voru meðaltölu mismunir
mjög samsvarandi og fram kom við vorpróf 7 ára.
Meðaltölur flokkanna í reikningi voru þessar: