Menntamál - 01.04.1961, Síða 34
24
MENNTAMAL
með mér nokkra auglýsingabæklinga á morgun handa þér,
og þá held ég, að þú bjargir þér fram úr þessu.“
Og ég kom í nýja skólastofu, þar voru nemendur á þriðja
skólaári. Þessi bekkur var að læra um fuglana. Drengur
gekk til mín og sagði mér frá fuglunum og reyndi að kenna
mér nöfn þeirra. Og þegar ég bjóst til þess að fara, kom
hann hlaupandi til mín og sagði: „Komdu aftur á morgun,
því ég held ekki að þú sért búin að læra fuglanöfnin að
gagni.“ Og hann hafði sannarlega á réttu að standa. Ég
minnist ekki lengur fræðiheitanna, sem hann reyndi að
kenna mér, en ég get ekki gleymt skemmtilegri og frjáls-
mannlegri framkomu drengsins.
Og enn kom ég í bekk, þar sem voru nemendur á fimmta
skólaári. Þar komu til mín nokkrar telpur og sýndu mér
landabréf, myndir og teikningar af Bandaríkjunum. Þær
spurðu mig, hvað mig fýsti að vita um Bandaríkin, þær
skyldu leiða mig í allan sannleika, og er ég hafði spurt
þær spjörunum úr, sagði ein telpan: „Nú hefur þú spurt
svo margs um Bandaríkin, að okkur langar til þess að
fræðast eitthvað um Svíþjóð.“ Og síðan tóku þær að spyrja
mig í þaula.
Jafn-vingjarnlega og frjálsmannlega var okkur tekið
af nemendum í öllum bekkjum, þeim yngsta sem þeim
elzta. Og söm varð reyndin einnig í kennaraskólunum.
Þegar ég kom heim til Svíþjóðar, hugsaði ég með mér:
„Skyldi vera nokkur kostur þess, að sænskir kennarar geti
tamið nemendum sínum að taka gestum og spjalla við
þá jafnvingjarnlega og frjálsmannlega." Umhverfi barna
okkar er annað en amerískra barna og heimilishættir eru
aðrir og skólastofur okkar standa ekki opnar gestum með
sama hætti og skólar þar í landi.
Sagt frá nálægum hlutum.
Ég mun nú skýra lítillega frá því, hvernig ég reyndi að
búa nemendur mína undir að taka skemmtilega og vin-