Menntamál


Menntamál - 01.04.1961, Side 48

Menntamál - 01.04.1961, Side 48
38 MENNTAMÁL Þvert á móti má fullyrða að langflest þeirra hafi í allri einlægni hrifizt með þeirri stórbrotnu tilraun til umsköp- unar samfélagsins sem þar hefur átt sér stað. Af frjáls- um vilja hafa þeir átt sinn þátt í því að efla það tíma- bundna alræði sem óhjákvæmilegt var til að móta hið nýja þjóðfélag og festa það í sessi. Á frumskeiði sósíalismans hafa austantjaldsþjóðirnar einbeitt sér að efnahagslegri uppbyggingu, alþýðufræðslu og vísindum, jafnframt því sem kappkostað hefur verið að samhæfa það sígilda úr menningararfi kynslóðanna hinu nýja samfélagi. Af þessu leiðir að enn sem komið er hafa þær náð meiri árangri í listtúlkun en listsköpun. Hvað ljóðagerðina snertir virðist hún fremur vera hvatn- ing og lofgerð en rannsókn og leit. Innlifun skáldsins í leyndardómana hefur orðið að þoka fyrir frumkröfum mannsins um sinn. Varla leikur á tveim tungum, að því geti fylgt hættu- leg stöðnun ef stjórnvöld hindra til langframa hispurs- lausa gagnrýni innan ramma sjálfs hins nýja skipulags. Slíkt mátti þykja afsakanlegt meðan allt var í deiglunni. En nú er sósíalisminn orðinn það voldugur að hann á að geta þolað mikla andlega storma innbyrðis sér að skað- lausu og því aðeins þjónar tilgangslist lífinu að hún sé öðrum þræði ósvikinn hreinsunareldur. Vakandi gagn- rýni er eina vörn mannsins gegn þeirri rotnun og spillingu sem alltaf situr um að eitra hagkerfi þjóðanna, hver svo sem þau eru. Og það mun verða hún ein sem frjóvgað get- ur þá nýsköpun í listum er þegar hefur verið lagður svo víðtækur grundvöllur að þar eystra. Lítum þá sem snöggvast til vesturs. Vafalaust fyrir- finnst þar sitt af hverju sem kalla mætti úrkynjunar- skáldskap, þó hér skuli ekki rakin þess dæmi. Hinsvegar er jafn fráleitt að leggja marxískan mælikvarða á listir samkeppnisþjóðfélags í hnignun og að leggja borgaraleg- an mælikvarða á listir sameignarþjóðfélags í sköpun.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.