Menntamál


Menntamál - 01.04.1961, Page 49

Menntamál - 01.04.1961, Page 49
MENNTAMÁL 39 Reynslan er líka ólýgnust um það að upplausnartímar menningarforma og skipulagshátta þurfa síður en svo að leiða af sér afturför í skáldskap. Þar höfum vér augljós- ustu dæmin úr vorri eigin sögu. Greinilegt er að eitt vold- ugasta ljóð norrænt, Völuspá, er ekkert annað en svana- söngur ásatrúarinnar. íslendinga sögur eru ritaðar í þann mund sem þjóðveldið, síðasta afsprengi ættasamfélags- ins, er að líða undir lok. Og hin stórbrotnu verk Kiljans, eins og Sjálfstætt fólk og Heimsljós, verða til á tímamót- um þegar hið fámenna og örsnauða bændaþj óðfélag á íslandi er að syngja sitt síðasta vers í varðveizlu þjóð- menningarinnar. Aðstaða skáldsins í borgaralegu nútímaþjóðfélagi er næsta ólík því sem gerist í kommúnistaríkjum, þar sem samfélagið ber það á höndum sér ef það auðsýnir því full- an trúnað. í hinum vestræna heimi eru flest skáld aftur á móti í meiri eða minni uppreisnarhug gagnvart þjóð- félagi sínu. Hið margrómaða frelsi þeirra, og þá ekki sízt ljóðskáldanna, er helzti mikið í því fólgið að lepja dauðann úr skel, jafnvel þó þau hafi hægara um sig en samvizkan stundum kann að bjóða. Og slái í harðbakka, stendur sjaldnast á hefndum stjórnvalda fremur en aust- antjalds, eins og dæmin sanna, nú síðast eitt glænýtt frá Frakklandi. En þess ber og að gæta að hinar síharðnandi mótsetn- ingar borgaralegs þjóðfélags skapa þá dramatísku spennu í vestrænan skáldskap sem svo lítt gætir í hinni jákvæðu tilgangslist sameignarþjóðanna. Einmitt vegna þess að sjálft þjóðskipulagið hér vestra stefnir víðast hvar til meiri eða minni hnignunar verða öll viðhorf harmsögu- legri og knýja til dýpri könnunar á launkofum tilverunn- ar — og það eru því miður oftast slíkar aðstæður sem geta af sér stórbrotnasta list. Jafnvel í ljóðum þeirra sem móthverfir eru hugsjónum sósíalismans speglast vantrú á hinn fyrri lífsmátt borgaralegrar menningar, þótt með
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.