Menntamál


Menntamál - 01.04.1961, Page 50

Menntamál - 01.04.1961, Page 50
40 MENNTAMÁL almennum og jafnvel öfugum táknum sé. I hinu innhverf- asta fílabeinsskáldi getur því myndast dýr perla sem varp- ar leiftri inn í dýpstu kvöl samfélagsins. En þá er næsta hæpið að fordæma það sem úrkynjunarskáld. Sé litið á hin margvíslegu þróunarstig sem enn ein- kenna mannlífið á jörðunni verður augljóst að spurning- unni um hið fullgilda nútímaljóð er heldur ekki hægt að svara með almennri reglu. Gömul auðvaldsríki, ung al- þýðuríki, nýlendur og hálfnýlendur á ýmsu stigi —- allt eru þetta mismunandi samfélagsform sem orka á efni og búning ljóðs hvert með sínum sérstaka hætti, enda þótt margslungin víxláhrif komi hvarvetna til. En má þá ekki þrengja sviðið enn meir og spyrja sem svo: hvernig á íslenzkt nútímaljóð að vera til þess að geta talizt fullgild list? Ekki veit ég hvort þau átta ungu skáld sem hér verða kynnt gætu orðið sammála um svar við þeirri spurningu. Ef til vill gæti samkomulagið ekki orðið nema á einn veg: spurningunni er ekki hægt að svara ef sú ályktun er rétt að sjálf listin sé óskilgreinanleg. Eigi að síður gæti verið tilvinnandi að hugleiða lítillega nokkur þau ytri tákn sem íslenzkt nútímaljóð á við að glíma. En þá verður varla hjá því komist að rifja upp ýmis þau helztu stórmerki sem varða allt mannkynið jafnt. Fyrir gífurlegan þrýsting tveggja heimsstyrjalda og síðan kalda stríðsins hafa raunvísindin gerbreytt allri ásýnd veraldar. Tangarhald á hinu smæsta, frumeindinni, hefur opnað leiðina til hins stærsta, himingeimsins. Flug- tæki mannsins nálgast ljóshraðann jafnt og þétt og eru á góðri leið með að kollvarpa eldri hugmyndum hans um rúm og tíma. Líkur benda til að alheimurinn sé alltaf að þenj- ast út. Hin forna trúspeki að einn dagur sé hjá drottni sem þúsund ár og þúsund ár sem einn dagur hljómar ekki leng- ur sem nein fjarstæða. Hraðvaxandi vald mannsins yfir náttúruöflunum hefur skapað möguleika fyrir því að vél-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.