Menntamál


Menntamál - 01.04.1961, Síða 54

Menntamál - 01.04.1961, Síða 54
44 MENNTAMÁL verið forsenda hárrar menningar og séu því skyldug krafa hvers einasta nútímamanns á jörðunni, geta þær falið í sér mikinn háska, eigi síður en allsleysið, þó með öðrum hætti sé. Sagan geymir fjölda dæma um skyndilegt hrun menn- ingarþjóða. Og vor eigin reynsla hin síðari ár leggur manni í munn hið fornkveðna: gakktu hægt um gleðinnar dyr og gá að þér. Enda þótt þekkingarsvið vísindanna margfaldist óð- fluga er alþýðu manna að því ótrúlega lítil vörn. Obbinn af þekkingaraukanum stefnir sem sé til slíkrar sérhæfing- ar og stundum einokunar, að hún vekur oss flestum hroll- kendan grun einn í brjósti. Þegar þar við bætist, að með hverri gátu sem ráðin er birtist önnur enn stórkostlegri, þá er sízt að furða þó venjulegar manneskjur séu í nokkr- um vanda staddar og hneigist ýmist til oftrausts á köld- um útreikningum tæknivísindanna eða uppgjafar fyrir yfirþyrmingu leyndardómanna. Vitanlega lætur öll þessi margslungna og tvísýna reynsla sig ekki án vitnisburðar í íslenzkri nútímaljóðagerð. Hún er stödd í sama vandanum og þjóðlífið sjálft. Hún er eins og það stödd á skeiði tilrauna og umsköpunar. Því er held- ur ekki að leyna að enda þótt ég efist um að ljóðtunga vor hafi áður verið öllu hreinni og frjálsari en nú, þá er oft eins og eitthvert umkomuleysi hvíli yfir sjálfum skáld- skapnum. Ef til vill' eru það hraðinn og háspennan sem valda. Ef til vill örðugleikarnir á að finna hinum ytri stökkbreytingum innri tjáningu. Ef til vill síharðnandi samkeppni við aðrar listgreinir og hugðarefni. Ef til vill óttinn við að skynjun þjóðarinnar sé að lokast fyrir hinu hljóða erindi ljóðsins. En bezt gæti ég trúað að höfuðor- sökin væri óljós meðvitund skáldsins um það að ljóðgald- ur þess hafi ekki lengur í fullu tré við vélgaldur manns- ins — að skáldskapurinn skapi ekki nauðsynlegt mót- vægi gegn þeirri gervimennsku og tómhyggju sem eru fylgifiskar hinna herleiddu vísinda nútímans.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.