Menntamál


Menntamál - 01.04.1961, Side 77

Menntamál - 01.04.1961, Side 77
MENNTAMÁL 67 hug sínum, að maður trúir því gjarnan, að veröldin sé skiljanleg, og maður fær áhuga á mörgum, ef ekki öllum þáttum hennar. Augljóst er, að sá maður er sérlega frjáls í hug, sem einlægan áhuga hefur á sem flestum fyrirbær- um lífs og heims. Það er auðkenni góðs manns, að hann hefur áhuga á mörgum hlutum. Þú kemur hvergi að tómum kofunum hjá honum. Hann hefur áhuga á hverjum hlut. Þú bryddir ekki upp á því umræðuefni við hann, að hann hafi ekki hugleitt það áður. Það er ekki víst, að hann hafi hugsað mikið um það, en hann gleðst af því að eiga kost á að kynnast því betur með þinni hjálp. Góður maður trúir því einnig, að veröldin geti orðið honum skiljanleg í hvívetna, ef hann hefur tóm til þess að kanna hana betur. Hann hefur ekki tamið sér að gera ráð fyrir því, að flest vitræn svið séu honum ofviða, en sérfræðingar einir ráði við þau. Það er von mín og trú, að nemandinn læri að beita hug sínum í æðri menntastofnunum. Hugur hans leysist úr þeim frumstæðu viðjum, sem hann hefur hvílt í, og ger- ist frjáls. Hann verður fordómalaus maður. Fátt gerum við drengilegra en að skipta um skoðun, þegar við vitum betur. Við lærum að gera slíkt með því að hlusta á aðra og með því að læra, hvernig á að hlusta á aðra. Það er mikil list að hlusta. Að lesa er líka að hlusta með nokkrum hætti. Aldrei verðum við fær um að hugsa eða skipta um skoðun eða beita hug okkar, nema við séum fær um að hlusta og lesa. Stundum get ég ekki varizt þeirri hugsun, að þess sé vænzt, að námsmenn hljóti menntun sína vegna þjóð- félagsins, rétt eins og við værum ekki hluti af því, heldur væri þjóðfélagið einhvers staðar víðs fjarri t. d. í Chicago, New York, London eða Moskva. En sérhver einstaklingur er mikilvægasti hluti þjóðfélagsins. Fyrir sjálfum mér
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.