Menntamál - 01.04.1961, Qupperneq 79
MENNTAMÁL
69
Gamall nemandi minn, sem nú gefur út fréttablað í
Bayonne í New Jersey, hefur valið sér kjörorð frá Þúkydi-
desi: „Þótt maður fénist vel, þá kemur það fyrir ekki, ef
hagur borgar hans versnar." Ef samfélag okkar riðar við
falli eða hrynur að grunni, þá munum við einnig riða við
falli. Við rísum og föllum hver með öðrum.
Þetta er e. t. v. kjarni þeirrar trúar, að ekki geti verið
neinn raunverulegur munur á heill einstaklingsins og heill
heildarinnar. í lýðræðislegu samfélagi er því að sjálf
sögðu trúað, að hið lýðræðislega uppeldi sé blátt áfram
bezta uppeldið. En það er ekki uppeldi fyrir lýðræðið. Það
er rétt og slétt uppeldi vegna uppeldisins á sama hátt og
lýðræði er til sjálfs sín vegna.
Lýðræði hefur ekkert annað markmið en að vera gott.
Ekki er til þess ætlazt, að það fullkomni nokkurn hlut,
fremur en þess er vænzt, að sannleikurinn fullkomni nokk-
urn hlut. Styrkleiki lýðræðisins er viðurkenning þess á
einstaklingum, á vitsmunum þeirra, frelsi og hamingju.
Á þessum missirum hefur margt verið spjallað um þau
ákveðnu viðfangsefni, er menntunin ætti að taka til sér-
stakrar meðferðar. Oft höfum við verið frædd um, að nauð-
synlegt væri að skipuleggja uppeldismálin og skólamálin
í heild með hliðsjón af sérstökum markmiðum. Ég trúi
því, að geigvænlegt sé að hugsa svo. Styrkur okkar er enn
sem fyrr hamingja einstaklingsins, sá fjöldi okkar, sem
er hamingjusamur, frjáls og sterkur og námfús, Þar að
ber okkur að vinna.
Fjarska margt hefur einnig verið spjallað um mikil-
vægi náttúruvísindanna. En það er ekkert nýmæli, að nátt-
úruvísindin séu mikilvæg, slíkt er gamalkunn staðreynd.
Náttúruvísindin hafa ávallt verið hálft líf okkar og eigi
minna, og helft vestrænnar hugsunar hefur verið nátt-
úruvísindi. Sú hætta vofir nú yfir æðri menntastofnun-
um, að náttúruvísindin njóti ekki nægilegrar virðingar.
Með þessu á ég ekki við tæknina, ég á við náttúruvísindin.