Menntamál


Menntamál - 01.04.1961, Síða 79

Menntamál - 01.04.1961, Síða 79
MENNTAMÁL 69 Gamall nemandi minn, sem nú gefur út fréttablað í Bayonne í New Jersey, hefur valið sér kjörorð frá Þúkydi- desi: „Þótt maður fénist vel, þá kemur það fyrir ekki, ef hagur borgar hans versnar." Ef samfélag okkar riðar við falli eða hrynur að grunni, þá munum við einnig riða við falli. Við rísum og föllum hver með öðrum. Þetta er e. t. v. kjarni þeirrar trúar, að ekki geti verið neinn raunverulegur munur á heill einstaklingsins og heill heildarinnar. í lýðræðislegu samfélagi er því að sjálf sögðu trúað, að hið lýðræðislega uppeldi sé blátt áfram bezta uppeldið. En það er ekki uppeldi fyrir lýðræðið. Það er rétt og slétt uppeldi vegna uppeldisins á sama hátt og lýðræði er til sjálfs sín vegna. Lýðræði hefur ekkert annað markmið en að vera gott. Ekki er til þess ætlazt, að það fullkomni nokkurn hlut, fremur en þess er vænzt, að sannleikurinn fullkomni nokk- urn hlut. Styrkleiki lýðræðisins er viðurkenning þess á einstaklingum, á vitsmunum þeirra, frelsi og hamingju. Á þessum missirum hefur margt verið spjallað um þau ákveðnu viðfangsefni, er menntunin ætti að taka til sér- stakrar meðferðar. Oft höfum við verið frædd um, að nauð- synlegt væri að skipuleggja uppeldismálin og skólamálin í heild með hliðsjón af sérstökum markmiðum. Ég trúi því, að geigvænlegt sé að hugsa svo. Styrkur okkar er enn sem fyrr hamingja einstaklingsins, sá fjöldi okkar, sem er hamingjusamur, frjáls og sterkur og námfús, Þar að ber okkur að vinna. Fjarska margt hefur einnig verið spjallað um mikil- vægi náttúruvísindanna. En það er ekkert nýmæli, að nátt- úruvísindin séu mikilvæg, slíkt er gamalkunn staðreynd. Náttúruvísindin hafa ávallt verið hálft líf okkar og eigi minna, og helft vestrænnar hugsunar hefur verið nátt- úruvísindi. Sú hætta vofir nú yfir æðri menntastofnun- um, að náttúruvísindin njóti ekki nægilegrar virðingar. Með þessu á ég ekki við tæknina, ég á við náttúruvísindin.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.