Menntamál


Menntamál - 01.04.1961, Side 92

Menntamál - 01.04.1961, Side 92
82 MENNTAMÁL skrifaðar af meira listfengi á íslandi en nú (sbr. t. d. Jónas Árna- son). Og livaða afstöðu, sem menn kunna að hafa til ungra skálda, verður þó að viðurkennast, að þau hafa borið fram helztu nýjung- ina í íslenzkum bókmenntum síðustu tuttugu úra. Þá verða það að teljast kyndug vinnubrögð, að láta frá sér fara bókmenntasögu tveggja alda án þess að nokkurra heimildarrita sé getið eða nokkur tilraun gerð að benda mönnum á víðtækari fræðslu um efnið. Er það vonandi eins dæmi í veraldarsögunni. Eins og minnzt hefur verið á áður, er samning íslenzkrar bók- menntasögu vandasamt verk, ekki síður, þótt í ágripi sé. Það ætti að mega gera þá kröfu til þeirra manna, sem veita bókaútgáfu ríkis- ins forstöðu, að vinnubrögð af þessu tagi endurtaki sig ekki. Bók- menntasöguágrip lianda skólum verður ekki samið svo í lagi sé, nema samvinna margra aðila komi til, og ekkert væri eðlilegra en að um- sjónarmaður slíkrar útgáfu væri prófessor í bókmenntum við Há- skóla Islands. Ef það kotungssjónarmið, sem ríkt hefur í sumum efnum í garð íslenzkra fræða og bókmennta á síðustu árum, á ekki að verða fast einkenni á menningarlífi 20. aldar, verður þegar að hefjast handa um eitthvað af þeim verkefnum, sem fyrir löngu eru orðin aðkallandi. Útgáfufyrirtæki ríkisins liafa yfir nokkru fé að ráða, og því á ekki að sóa í hæpna eða lítt þarfa litgáfustarfsemi, meðan önnur og stærri verkefni bíða úrlausnar. I formála fyrir 3. prentun íslenzkrar lestrarbókar (Sigurður Nor- dal) er þess getið, að fyrirliugað sé ágrip af íslenzkri bókmennta- sögu, sem miðað sé við efni lestrarbóka handa framhaldsskólum. Þarna er einmitt bent á réttu leiðina. Bókmenntasaga lianda skólum á að vera miðuð við ákveðnar lesbækur, annars er liætt við, að hún missi marks að einhverju leyti. En livað hefur orðið af þessari hugmynd, mætti maður gerast svo djarfur að spyrja? Gleymdist hún kannski í skálaglaumi undanfarandi veltiára, meðan við vorum að óska sjálf- um okkur til hamingju með hernámsgróðann? Ef ég man rétt, hafa íslenzkukennarar óskað eftir því, að lesbækur unglinga- og gagnfræðastigsins yrðu endurskoðaðar. Samning bók- menntasögunnar á að fara fram jafnhliða því verki. Á fátæktarárum okkar samdi Sigurður Guðmundsson, síðar skóla- meistari, ágrip af forníslenzkri bókmenntasögu (2. útg. 1930) — merka bók, þótt stutt væri. Því skal ekki trúað að óreyndu, að fræði- mönnum vorum nú renni ekki blóðið til skyldunnar, ef fjárveit- ingavaldið lætur sinn hlut ekki eftir liggja. Og til hvers eru háfleygar ræður um þjóðerni, bókmenntir og uppeldi æskunnar, ef undirstað- an að bókfræðslu hennar er ekki vönduð eins og kostur er á? Ingólfur Pálmason.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.