Menntamál - 01.12.1969, Blaðsíða 15
MENNTAMÁL
221
— Hvað var nú margt barna saman í tímunum?
— Það var nú misjafnt, yfirleitt fátt, þarna var stundum
allt að 14 börnum, en oftast færra — en þau voru á ýmsum
aldri. Þá var skólaskyldan fjögur ár og miðuð við 10 ára
aldur, en þá var ætlazt til þess, að heimilin væru búin
að kenna börnunum að lesa, áður en þau kæmu í skól-
ann.
— Og þér féll kennsla vel?
— ]á, ég hef sennilega eitthvað verið innstilltur á þetta.
Ég held það hafi verið vorið, sem ég tók gagnfræðaprófið,
að ég rakst af tilviljun á skólaskýrslu frá Kennaraskólan-
um. Þá dettur mér í hug að fara í Kennaraskólann og
gerast kennari. En svo liðu þessi fjögur ár, og ég liafði
mig aldrei í það að fara suður. Þetta kostaði töluvert átak
þá að rífa sig upp úr fásinninu framan úr afdal.
— Það var nú algengt þá, að gagnfræðingar færu í
kennslu og ílentust í henni án þess að bæta neinu við
sig í námi.
— Já, það er rétt, en ég taldi mig ekki hæfan til að
verða kennari án frekari menntunar. En eftir þessi fjögur
ár sá ég, að það var annaðhvort að hrökkva eða stökkva.
Ég hafði aldrei álniga á því að verða bóndi, og hefði nú
ef til vill farið í menntaskóla, en ýmsar ástæður ollu því,
að svo varð ekki, m. a. það, að ég fékk mislinga, þegar ég
var í 3. bekk, fyrri part vetrar. Heilsan var tæp allan vet-
urinn og ég varð feginn hvíld frá námi, þegar ég kom
heim um vorið eftir gagnfræðaprófið. Og svo hafði ég
engan áhuga þá fyrir að lesa neitt, sem kennt var hér í
Háskólanum, en að fara utan til náms — ég var allt of
lítill karl til að hugsa svo hátt. Stærðfræði og eðlisfræði
voru mínar uppáhaldsgreinar.
— Og þú ferð í Kennaraskólann.
— Já, 1921 fer ég þangað, og í annan bekk. Við vorum
teknir þangað, gagnfræðingar að norðan, án inntökuprófs.
Þá voru bekkirnir þrír og námstíminn 6 mánuðir á ári.