Menntamál - 01.12.1969, Blaðsíða 19
MENNTAMAL
225
upp á víxla, og ég efast um, að þeir hafi verið nema einn
eða tveir, sem brugðust trausti hans.
— Hvernig náði hann að liafa þessi áhrif á ykkur, ekki
kenndi hann ykkur svo mikið sjálfur?
— Hann kenndi íslandssögu, og þar var hann afburða
vel að sér. Ég held liann hafi kunnað Sturlungu alveg
utan að. Auk þess var hann ákaflega fjölfróður, mjög vel
ritfær, ágætur íslenzkumaður og ræðumaður svo af bar.
Kristinfræði kenndi hann líka, og gerði það ákaflega lif-
andi, var laus við allan einstrengingsskap. Og jafnvel þótt
nemendur stæðu sig misjafnlega eins og gengur, var hann
alltaf jafn ljúfur og góður — þó fundu þeir samt, að hann
ætlaðist til meira af þeim, og ílestir settu metnað sinn í
að reyna að gera betur. Margir nemenda hans hafa lýst
honum í ræðu og riti og Ijúka allir upp einum munni
um ágæti hans sem manns og kennara og jrau hollu áhrif,
er hann hafði á nemendur sína.
— Hvað um Asgeir Asgeirsson?
— Mér féll afar vel við hann. Hann var æfingakennari og
var mjög ákveðinn og stjórnsamur. Hann sagði vafninga-
laust kost og löst á kennslunni Irá sínu sjónarmiði. Ég
lærði margt af lionunr og hef alla tíð nretið hann mikils.
— Hvernig fór annars æfingakennslan fram? Var hún
mikil að vöxtunr?
— Hún var nú ekki nrikil. Æfingakennslan fór franr
niðri í kjallara. Engar æfingar voru fyrr en í 3. bekk, og í
deildinni voru 23 nemendur, senr æfingakennslunnar
þurftu að njóta. Við fengum fyrirfranr ákveðið efni til að
kenna og kenndum síðan í nokkrar mínútur lrver unr sig.
Að lokinni kennslustund ræddi æfingakennarinn við okk-
ur um kennsluna. Þeir voru nokkuð ólíkir Steingrímur
og Ásgeir. Steingrímur var ekki eins ákveðinn og Ásgeir
að segja kost og löst á kennslunni. Nú, svo kenndu æfinga-
kennararnir sjálfir, og þá fengunr við tækifæri til að lrlusta
á fyrirmyndarkennslu. Og þótt kennsla jreirra væri dá-
15