Menntamál - 01.12.1969, Blaðsíða 57
MENNTAMÁL
263
E£tir allheitar umræður á opinberum vettvangi náðist
samkomulag í þinginu um málamiðlunartillögu frá ríkis-
stjóminni, en samkvæmt henni skal enska og hitt innlenda
rnálið vera skyldunámsgreinar í grunnskólanum, en nem-
andi geti þó fengið undanþágu frá kennslunni í öðru mál-
inu — £rá og með sjöunda skólaárinu — svo fremi hann
hafi átt í erfiðleikum með námið í fyrra tungumálinu, sem
liefst í 3ja bekk.
Sterkasta röksemdin gegn kennslu í tveim málum senr
skyldunámsgreinum var sú, að með því yrðu allt o£ fáir
tímar eftir til valfrjálsra greina. Réttmæti þessarar röksemd-
ar kom greinilega í ljós á síðastliðnu vori. Við samningu
námsskrár fyrir unglingastig grunnskólans hefur verið leit-
azt við að tryggja nemendum möguleika til a. m. k. 7
vikutíma valfrelsis, sem þýðir 28 tíma sameiginleg kennsla
fyrir alla nemendur, þar sem heildarfjöldi vikutíma er
35. Sameiginlegt námsefni fyrir alla verður að fela í sér
venjulegar bóklegar greinar. K jörgreinarnar eru fagurfræði-
greinarnar, tæknigreinarnar og aðrar þjálfunargreinar (öv-
ningsámnen) ásamt ýmsu viðbótarefni. Námsskrá unglinga-
stigsins hefur vakið mikla athygli, jafnvel gremju, sérstak-
lega meðal kennara í hússtjórn, handavinnu stúlkna, teikn-
un og tónlist, af því að þeirra greinar voru ekki gerðar að
skyldunámsgreinum. Það er hugsanlegt að hægt sé að ná
samkomulagi, en það hlýtur að koma til óánægju hjá ýms-
um aðilum — ekki sízt vegna þeirra skipulagsörðugleika,
sem vinnu kennaranna verður samfara.
Hnattstaða Finnlands krefur, að í námsskránni sé gert
ráð fyrir möguleikanum til náms í öðrum ókunnum tungu-
málum en ensku og hinu innlenda málinu. Hingað til
hefur venjidega aðeins verið veitt kennsla í hinu innlenda
málinu og einu erlendu tungumáli á miðskólastigi fáro-
verket. A unglingastigi grunnskólans fá nemendur tæki-
færi til að nema þriðja tungumálið sem kjörgrein, Jx e. a. s.
þýzku, frönsku eða rússnesku.