Menntamál - 01.12.1969, Blaðsíða 52
258
MENNTAMAL
Þess ber þó að geta, að einnig núgildandi lög gera
kleift að þróa skólann verulega i anda hinna nýju laga.
Þessir möguleikar hafa þegar verið hagnýttir, og í krafti
' þeirra er um þessar mundir rekið öflugt nýsköpunarstarf,
sem enn mun stóraukast, þegar nýju lögin taka gildi; jafn-
framt tryggja nýju lögin m. a. þeirn sveitarfélögum, sem
taka upp nýja kerfið, hærri framlög frá ríkinu til skóla-
kostnaðar en hingað til. Nýja skólakerfinu verður komið í
framkvæmd stig af stigi á 10—15 árum, en áhugi sveitar-
félaganna á málinu getur hugsanlega hraðað þróuninni tals-
vert.
Rammalögin nýju grundvallast á hugmyndinni um sam-
lelldan ské>la (enhetsskole). Takmarkið er, að öll börn og
unglingar hafi tækifæri til almennrar menntunar (grund-
utbildning), hvernig sem efnahag og búsetu foreldranna
er varið. Menntunina ber að auka að magni handa öllum,
og þar fyrir er skólaskyldan lengd í 9 ár. Sjálft kennslu-
magnið eykst þannig, að í því felst bæði námsefni med-
borgarskolans og mellanskolans, að sjálfsögðu endurskoðað
og með tilheyrandi úrfellingum og viðbótum.
Þetta þýðir fyrst og fremst, að skilin milli alþýðumennt-
unarinnar (folkundervisningen) og lægsta stigs langskóla-
námsins (den lágra lároverksundervisningen) eru upphafin;
og tveimur aðskildum skólaformum, sem haft hafa með
höndum menntun nemenda á aldrinum 11—15 ára, er
steypt saman í eitt — grunnskólann — þar sem menntunar-
leiðir eru marggreindar og í samræmi við vaxandi þarl’ir
þjóðfélags í örum vexti. Það er uppeldislega mikilvægt,
að kjarni þeirrar almennu menntunar, sem öllum börnum
er látin í té, sé sá sarni, en á unglingastiginu greinist mennt-
unarleiðirnar eftir tilhneigingum, hæfileikum og þörfum
einstaklinganna.
Hin nýju lög fela einnig í sér, að samfélagið kostar
almenna menntun allra barna, einnig þann hlutann, sem
svarar til lároverkets lágstadium, en hingað til helur náms-