Menntamál - 01.12.1969, Blaðsíða 33
MENNTAMAL
239
— Hverjar voru nú helztu breytingarnar samkvæmt lög-
unum?
— Eitt höfuðatriði þessara laga var að lögleiða skóla-
skyldu 7 ára barna, en árið 1926 hafði verið samþykkt
heimild fyrir einstök skólahéruð að færa skólaskylduna nið-
ur. Þessi breyting var rökstudd mjög rækilega í greinar-
gerð; þar var bent á ýmsar þjóðfélagslegar breytingar, sem
urðu til þess, að heimilin gátu ekki fullnægt þeirri skyldu
að kenna börnunum byrjunaratriði í lestri, skrift og reikn-
ingi. Algengt var að 10 ára börn komu ólæs í skóla, eða
svo illa læs, að þau voru ófær um að tileinka sér það nárns-
efni, sem ætlazt var til. Landspróf í lestri var liáð 1930,
og það sýndi, að 8% af fullnaðarprófsbörnum voru ])\í
nær ólæs. Astandið í sveitunum var mun lakara en í þétt-
býlinu, þar sem fastir skólar voru.
— Var ekki starfstíma skólanna breytt um þetta leyti?
— ]ú, með fræðslulögunum 1936 er gerð veruleg breyt-
ing á starfstíma skólanna og skipulagningu. Nú skyldu
þeir skólar, sem lengst störfuðu, hefjast 1. september og
enda 15. júní. En gert var ráð íyrir, að skólar störfuðu frá
6 mánuðum og upp í 91/í, mánuð. Daglegur starfstími
7—9 ára barna var hugsaður styttri þann tíma, sem eldri
börnin voru í skóla, þ. e. frá 1. okt. til 30. apríl. Með þessu
skipulagi var talið, að betri nýting skólahúsnæðis næðist og
starfskraftar kennara nýttust lengri tíma á ári í þágu skól-
anna. Launin hækkuðu i hlutfalli við lengdan starfstíma.
Var það á vissan hátt til hagsbóta fyrir kennara. Það var
misjafnt, hve árlegum kennslustundum nemenda fjölgaði,
og fór það eftir stærð skólanna, en lágmarksnámstími var
í heimavistarskólum 88 kennsluvikur yfir allan námstím-
ann. Aukningin var minnst í stærstu skólunum, en lang-
mest í heimavistarskólunum, en þeir áttu að taka við af
farskólunum. Við gerðum áætlun um, að allir farskólar
skyldu horfnir árið 1945, en þeirri áætlun var sleppt í
lögunum, þó gerðu lögin ráð fyrir, að heimangöngu- og