Menntamál - 01.12.1969, Blaðsíða 54
260
MENNTAMÁL
verður að komast á réttlátari grundvöll félagslega með því
að fella niður skólagjöldin í lároverket og flytja allan bein-
an skólakostnað yfir á samfélagið — ríkið og sveitarfélögin.
Ollum börnum ber að veita samræmda grunnmenntun í
samræmi við grundvallarreglur lýðræðisins. Skólakerfið ber
að skiptdeggja þannig, að sveitarfélögin geti starfrækt það
á hagkvæman hátt og í samræmi við tilgang þess.
Að því er uppeklishliðina varðar þarf að endurbæta
skólakerfið þannig með tilliti til námsmöguleika og þarfa
einstaklingsins, að það stuðli að þess konar framhaldsnámi,
sem vort nútíma menntasamfélag krefur.
Gagnger endurskipulagning skólakerfisins var álitin
frumskilyrði þess, að unnt yrði að koma á framannefndum
breytingum.
Nýskipan skólakerfisins var undirbúin af fræðslumála-
skrifstofunni, sent í meginatriðum sér um framkvæmd
skólastarfsins, en menntamálaráðherrann skipaði auk þess
ýmsar nefndir til að sinna sérstökum viðfangsefnum.
Frumvarp ríkisstjórnarinnar til laga um grundvöll skóla-
kerfisins var lagt fyrir þingið árið 1967. í frumvarpinu
voru eftirfarandi grundvallarreglur og markmið:
1) Gerð skólakerfisins Greytist þannig, að 9 ára sam-
rænidur skóli verði grundvöllur skyldunámsins. Folk-
skolan, medborgarskolan og mellanskolan skulu renna
saman í einn skóla — grunnskolan. Skólarnir á mennta-
skólastiginu skulu byggja á grunnskólanum og mynda
venjulega 3ja ára menntaskóla eða 2—4 ára íðskóla
(yrkeslároanstalter).
2) Grunnskólinn skal vera skyldunámsskóli, þar sem nem-
endur bera engan kostnað af náminu, en njóta ýmiss
konar stuðnings til að auðvelda þeim skólagönguna.
3) Grunnskólinn skal venjulega vera ríkisstyrktur skóli
rekinn af sveitarfélögunum, en einkaskóli getur sinnt
sama hlutverki og skal þá ganga inn í skólakerfi sveit-