Menntamál - 01.12.1969, Blaðsíða 70
276
MENNTAMÁL
Niðurstaðan var sú, að fækkað var stundum eða hliðrað
til í 13 námsgreinum til þess að rýma til fyrir valgreinum.
I’essar staðreyndir sanna það næsta ljóslega, að nokkur innri
mótsögn var í löggjöfinni, þar sem meira skyldi færzt í fang
um námsefni og stundafjölda en tími heimilaði. Er þetta
ef til víll einfaldasti og auðsæjasti vandinn, sem við blasti,
þegar framkvæma skyldi löggjöfina.“
Hér lýkur ívitnun í greinargerð.
Til þess að auðvelda framkvæmd löggjafarinnar var
ákveðið að leita heimildar til þess að skipa saman skyldum
námsgreinum og fela einum kennara umsjón með þeim.
Þessari ósk var vel tekið af yfirstjórn skólans og fjárveit-
ingarvaldi, enda er með þessu stefnt að því að framkvæma
með skipulegum hætti það eftirlit og þá umsjón sem 10.
grein löggjafarinnar gerir ráð fyrir. Umsjónarkennarar þeir,
er hér um ræðir, eru kallaðir deildarkennarar, og er hlut-
verk þeirra að fylgjast með markverðum nýjungum í náms-
greinum Jreim, er þeir hafa umsjón með, hvort heldur er
ný þekking, ný kennslutæki eða nýjar og betri kennslu-
aðferðir. Þeir eiga og að gæta þess, að jafnan sé leita/.t við
að fylgja rökréttri efnisröð i' námsgreinum og beitt sé
hagfelldum kennsluaðferðum. Enn skulu þeir hafa umsjón
með því, að ekki komi til þarflaus skörun á námsefni og
vera skólastjóra til ráðuneytis. Skólastjóri ræður deildar-
kennara til allt að þriggja ára í senn.
Á mynd þeirri er ég mun bregða upp á eftir, má sjá
þá embættismannaskipan, er skólinn hefur leitazt við að fá
viðurkennda, en embættismennirnir eru yfirkennari, deild-
arkennarar, æfingastjóri, ráðgjafi, gjaldkeri og bókavörður.
Enn helur sérstakur bókavörður ekki fengizt ráðinn né
heldur gjaldkeri. Má vel una hinu síðara, en miður hinu
fyrra.
Auk deildarkennaranna er sérstök ástæða ti 1 að vekja at-
hygli á ráðgjafastarfinu.