Menntamál - 01.12.1969, Blaðsíða 64
270
MENNTAMÁL
endurskoðun og þær gagngeru breytingar, sem hafa verið
og eru að gerast í íslenzkum skólamálum, síðan víkur hann
að hugsanlegum breytingum á Kennaraskólanum og seg-
ir m. a.:
,,í barna- og unglingastiginu er margt, sem til bóta
horfir. Nú er að snúa sér að því, ásarnt öðrum þáttum
fræðslukerfisins t. d. stöðu Kennaraskólans í framtíðinni.
Ef ætlunin er, sem er tvímælalaust rétt stefna, að breyta
honum í kenuaraháskóla, er nauðsynlegt að gera sér glögga
grein fyrir framtíðarhlutverki hans, og starfsskiptingu nýs
kennaraháskóla og Kennaraskólans, eins og honum verð-
ur markaður bás. Ekki má breyting Kennaraskólans í kenn-
araháskóla verða til þess að þrengja aftur námsbrautirnar,
gera landsprófið aftur að óþarfa hindrun til góðrar mennt-
unar. Sú staðreynd, að gagnfræðaprófið hefur nægt inn í
Kennaraskólann hefur ekki eingöngu orðið til að yfirfylla
hann, heldur hefur pessi glœta, í annars úreltu skólakerfi,
orðið mörgum efnilegum unglingum hvatning til að afla
sér meiri og betri menntunar. Það getur varla orðið þjóð-
inni til falls, pegar fram i sœkir.“
Ritstjórnargreinin í Mánudagsblaðinu fjallar öll um
Kennaraskólann. Fer hér á eftir nokkur hluti hennar:
„Nýlega birtist eða sást í sjónvarpinu viðtal við skóla-
stjóra Kennaraskólans. Að vísu var ekki neitt sérstaklega
merkilegt, sem skólastjórinn hafði að segja, en það, sem
merkilegt eða eftirtektarvert þótti í viðtalinu, var að af-
staða hans var enn eitt dcemið um pá reginspillingu, sem
ríkir í skólamálum og afstöðu hins opinbera.
Skólastjórinn, eftir að hafa hælt stofnun sinni að verð-
leikum, þurfti nauðsynlega að brjóta upp á húsnæðismál-
um skólans, og taldi þau þröng, ófullnægjandi, skort á
kennslustofum, húsrými kennara, vinnustofum, íþróttasal
o. s. frv. Þetta er eitt af algengari kvörtunum skólamanna,
og á eflaust rétt á sér innan vissra takmarka. En skóla-
stjóranum varð laglega á { messunni, þegar spyrjandinn