Menntamál - 01.12.1969, Blaðsíða 88
294
MENNTAMÁL
þessi frásögn átti ekki að vera finnsk byggingarsaga, skal
látið staðar numið um þessi mál.
Eins og gera má ráð fyrir er þátttaka í slíkum ráðstefn-
um sem þessum, og yfirleitt öll samskipti við útlönd, all-
kostnaðarsöm fyrir Islendinga. Hins vegar er með öllu
óhugsandi, að við stöndum utan við norræn samtök á
menningarsviðum. Ef til vill kann ýmsum að sýnast svo,
að árangurinn samsvari ekki kostnaðinum. En þá ber að
gæta þess, að ekki er ávallt hægt að meta til fjár þau holl-
vænlegu og vekjandi áhrif, sem náin tengsl við frænd-
þjóðir okkar l)jóða heim. Bæði L.S.F.K. og S.Í.B. hafa þá
trú, að íslen/.kt skólastarf eigi eftir að njóta góðs af slíkri
starfsemi í framtíðinni. Ólafur S. Ólafsson.
Austfirzkir kennarar vilja:
Bættar námsbækur, breytta kennsluhætti,
betri skóla
Kennarasamband Austurlands hélt aðalfund sinn á Reyðarfirði
dagana 26. og 27 september, og sóttu hann um 40 kennarar af
svæðinu frá lireiðdal til liorgarfjarðar. Þetta var líflegur fundur
með almennri þátttöku í umræðum og gekk hann frá mörgum til-
lögum, og var um þær flestar full samstaða. A fundinum var mættur
námsstjórinn á Austurlandi, Skúli Þorsteinsson, og flutti hann fram-
sögu um hlutverk kennarasamtakanna og baráttumál. Aðrir fram-
sögumenn voru Bergur Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri SSA, Hörð-
ur Bergmann, kennari, og Pálmi Jósepsson, kennari, tveir þeir
síðasttöldu úr Reykjavík.
Stjórnnrskipti
Það er viðtekin regla lijá Kennarasambandinu að skipta um
stjórn þess árlega, og kjósa hana af litlu svæði hverju sinni. Fráfar-
andi stjórn sat á Reyðarfirði, og setti formaður Iiennar, Helgi Seljan,
fundinn og flutti skýrslu stjórnarinnar. Fundarstjórar voru kjörnir
Kristján Ingólfsson, Hallormsstað, og Guðmundur Magnússon, Egils-