Menntamál - 01.12.1969, Blaðsíða 43
MENNTAMÁL
249
hvernig á að beita verkfærunum? Hann verður sjálfur að
æfa handtökin. Nú, svo er það málakennslan. Hún hefur
verið ákaflega stöðnuð í þessu fasta formi; textalestur,
þýðing og málfræði. Þessu þarf að breyta. Það er líka tví-
mælalaust rétt að færa hana niður. Það eru vissulega nauð-
synlegar ýmsar tímatilfærslur á námsefni. En við getum
ekki aukið námsefnið, nema með lengdum skólatíma. Hitt
er annað mál, að ýmislegt má skipuleggja á skynsamlegri
hátt en gert hefur verið. Nú er verið að semja námsskrá
í dýra- og grasafræði, sem fær sameiginlegt heiti, líffræði.
Mér skilst, að það sé hugsuð mikil breyting á því námsefni.
Og þar verður sjálfsagt krafizt aukins tímafjölda. En hvað
á að skera niður í staðinn? Ég er sannfærður um ]:>að, að
hægt er að skila nemendum lengra áleiðis í námi við 10
ára aldur en nú er gert, án þess að þeim sé það nokkur
ofraun, en það kostar líka aukinn stundafjölda.
— Á að taka upp skólaskyldu 6 ára barna?
— Þróunin virðist stefna í þá átt, en kennslunni verður
þá að haga skynsamlega. Það hefur komið æði olt fyrir,
að nemendur hafa verið skemmdir — ég vil ekki segja
eyðilagðir — með því, að reynt hefur verið að kenna þeim
ýmislegt, sem þeir hafa alls ekki haft þroska til.
— I skólunum?
— já, jafnvel í skólunum, en ekki síður áður en þeir
koma í skólana. Ef skólaskyldan verður færð niður, þá
álít ég að þurl'i að hyggja vel að því, að börnin fái
fræðslu við hæfi. Ég þekki þess mörg dæmi úr minni skóla-
stjóratíð, þar sem enginn vafi lék á, að nemendur höfðu
verið stórskemmdir með lestrarkennslu, áður en þeir höfðu
nokkurn ]>roska til þess náms, og búið að drepa allan
áhuga, löngu áður en þeir komu í skólann. Þetta var oftast
afleiðing af misskildum metnaði foreldranna.
— Hvað viltu segja um framtíðina?
— Skólamál eru alls staðar í deiglu um þessar mundir.
Það er vitað, að breyttir þjóðfélagshættir bíða þeirra, sem