Menntamál - 01.12.1969, Blaðsíða 37
MENNTAMÁL
244
miklu minna en sannvirði námsbókanna. Á löngu tímabili
var svo illa búið að Ríkisútgáfunni fjárhagslega, að hún
var alveg vanmegnug að gegna því hlutverki sínu að end-
urskapa námsbókaútgáfuna. C)g enn skortir skilning á fjár-
þörf hennar.
— Heldurðu, að einstakir útgefendur hefðu leyst þetta
verkefni jafn vel?
— Það er erfitt að svara því. Einkaútgefendur hafa alltaf
haft með höndum útgáfu námsbóka fyrir of'an skyldustigið,
og ég skal ekki vanmeta það, sem þeir hafa gert — en ekki
hefur nú nýsköpunin verið ákaflega ör þar. Og ég þori
að fullyrða, að það hefði ekki myndazt neitt útgáfufyrir-
tæki, sem hefði veitt skólunum neitt svipaða þjónustu og
Ríkisútgáfan hefur gert. Það sem Ríkisútgáfan hefur veitt
nemendum og skólum fyrir námsbókagjaldið er ótrúfega
mikið. En Ríkisútgáfan er að vissu leyti einokunarfyrir-
tæki — og í því liggur alltaf viss hætta, það hvílir og mikil
ábyrgð á henni.
— Þetta er umdeilt fyrirkomulag. Heldurðu, að það sé
hyggilegt að breyta þessu, þar sem óneitanlega eru nú
aðrar aðstæður, en þegar Ríkisútgáfan var stofnuð?
— |á, víst er svo. En bókaútgáfa er mjög erfið hér vegna
fámennis. Ég dreg í efa, að útgefendur mundu vilja keppa
á l'rjálsum markaði um námsbókaútgáfu, eins og gert er
í fjölmennari þjóðfélcigum. Sjálfsagt er hægt að breyta
sumu til bóta í skipulagi og framkvæmd Ríkisútgáfunnar.
— Þú varst í byggingarnefnd Kennaraskólans.
— Já, byggingarmál Kennaraskólans er hálfgerð sorgar-
saga. Það var byrjað allt of seint að byggja, framkvæmdum
var frestað árum sarnan, þó að fyrir lægi teikning af skóla-
húsi, en fjármagn fékkst ekki fyrr en seint og síðar meir.
Og þá varð að kasta gömlu teikningunni og gera nýja.
— Hvernig skýrirðu þetta skilningsleysi yfirvalda á gildi
kennaramenntunarinnar?
— Nú, það hefur viljað brenna við, að skólamál væru