Menntamál - 01.12.1969, Blaðsíða 46
252
MENNTAMÁL
menn tækju við. Áður en við förum að ræða um S.Í.B.
vil ég aðeins drepa á aðdraganda stofnunar þess. Grund-
völlurinn að myndun íslenzkrar kennarastéttar er eigin-
lega lagður með launalögunum frá 1919, fyrstu launalög-
um hins íslen/.ka ríkis. En þar er kveðið á um laun kenn-
ara og að vissu marki réttindi þeirra og skyldur. Sam-
kvæmt lögunum höfðu ekki aðrir rétt til kennarastöðu en
þeir, sem lokið höfðu kennaraprófi. Náttúrlega var þetta
ekki látið verka á kennara, sem voru búnir að kenna
nokkur ár, þótt ekki hefðu kennarapróf. En í framtíðinni
var miðað við það, að réttindalausir menn yrðu ekki
ráðnir. — Hitt er svo annað mál, að kennsluyfirvcild hafa
á ýmsum tímum sniðgengið þetta ákvæði, en S.I.B. hefur
ætíð haldið uppi hörðu andófi. hessi lög voru náttúrlega
geysileg réttarbót. Sá maður, sem átti drýgstan þátt í að
halda fram rétti kennara, þegar launalögin voru sett, var
Þorsteinn M. Jónsson, hinn mæti skólamaður, sem er í
hópi þeirra, sem fyrstir luku kennaraprófi frá Kennara-
skóla Islands, og hefur lielgað líf sitt skólamálum, eins
og kunnugt er. Þessi lög höfðu gilt í 4 ár, þegar ég byrjaði
kennslu, og þá var búið að stofna S.Í.B., en það gerðist
árið 1921. Stofnun S.I.B. er einn mikilvægasti áfanginn í
þróun kennarastéttarinnar. Fyrirrennari þess var Hið ís-
lenzka kennarafélag, sem var stofnað 1889. Það starfaði
með miklum ágætum um mörg ár og beitti sér fyrir ýms-
um menningar- og hagsmunamálum. Meiri hluti félags-
manna var kennarar við æðri skóla, enda var fátt um barna-
kennara á þeim tímum. Kennarafélagið hætti störfum um
það leyti, er S.Í.B. var stofnað. S.Í.B. hefur allt lrá stofnun
barizt jöfnum höndum fyrir endurbótum í íslenzkum
skóla- og uppeldismálum á öllum sviðum, aukinni mennt-
un stéttarinnar og launa- og kjaramálum kennara.
— Hvað er nú það helzta, sem S.Í.B. hefur fengið fram-
gengt?
— Ekki er hægt að rekja þá sögu svo nokkru nemi.