Menntamál - 01.12.1969, Blaðsíða 84
290
MENNTAMÁL
hæfðs undirbúnings, heldur einnig ábyrgðar- og réttar-
vitundar.
2. Sérhæfður undirbúningur skal vaxa upp af traustum
almennum undirbúningi, sem tryggir kennaraefnum lif-
andi, virka og skapandi heldarsýn til meginsviða pekk-
ingarinnar, fordómalausa afstöðu gagnvart þeim og fús-
leika til að taka nýjum sannindum.
3. Sérhæfður undirbúningur skal gera kennaraefni fær um
að taka ábyrga afstöðu gagnvart sérhverri uppeldislegri
kröfu, sem honum ber að höndum.
4. Sérmenntunin verður að ná til alls starfsliðs skólanna
og skólakerfisins.
5. Stofnmenntun kennara verður að hvíla á þeim grunni,
að hún tryggi samstarfshæfni kennara við aðra séríræð-
inga, er í skólunum vinna og vera svo traust og gild,
að kennari geti með viðráðanlegu viðbótarnámi flutzt
milli skólastiga — eða aldursflokka — upp eða niður
innan kerfisins.
6. Hún verður ennfremur að gera þær kröfur til kennara-
nema og námsefnis, að þeim sé frjáls og heimil króka-
laus leið til œðsta náms og námsstiga.
Niðurlag:
Eg gat þess í upphafi máls míns, að dómur sögunnar
skipti ekki máli. Nú erum við öll af þjóð, sem er söguþjóð
í þeim einkennilega skilningi, að hún á enga forsögu í landi
sínu, og hún hefur jafnan metið söguna mikils, er sögu-
þjóð í þeim skilningi einnig. Kennarastéttin hefur ekki
verið söguleg stétt. Kennarar eru helzt aldrei nefndir frem-
ur en aðrir sjálfsagðir hlutir í æviminningum stórhvelanna
á hafi sögunnar. Þeir hafa þolað að vinna verk sín í hljóði
af rneiri trúnaði við skyldur sínar en bliksýn sögunnar.
Vera má, og margt bendir til þess, að kennarar taki nú að
gerast söguleg stétt, þá dirfist ég þó að vona, að þar verði
sem minnst rúm fyrir píslarvotta, glæpamenn og hetjur.