Menntamál - 01.12.1969, Blaðsíða 44
250
MENNTAMAL
nú eru að vaxa upp. Menn eru að reyna að spá um iram-
tíðina. Okkur er gjarnt að mikla fyrir okkur þær breyt-
ingar, sem orðið hafa frá síðari heimsstyrjöld, en hversu
smávægilegar eru þær ekki miðað við væntanlegar breyt-
ingar fram til aldamóta? Og þetta krefst nýrrar fræðslu,
uppeldis og viðhorfa þeirrar kynslóðar, sem þá verður
uppi. Og íslenzkir skólar -— eins og skólar annars staðar í
heiminum — standa frammi fyrir stórkostlegu verkefni.
Til endurhæfingar kennarastéttarinnar þarf mikið fjár-
magn. — Það er lítið gagn af nýrri námsskrá, fullkomnum
kennslutækjum og tillögum um breyttar kennsluaðferðir,
nema við höfum kennara, sem valda verkefninu — og
gefa sig að kennslustarfinu óskiptir. Það er óhugsandi, að
þessi mál verði leyst á viðunandi hátt, meðan kennarar
verða að hafa kennarastarfið að nokkru sem hjáverk vegna
launakjaranna.
— Þú byrjar snemma að fást við félagsmál kennara-
stéttarinnar.
— Já, fljótlega. En ég verð nú að segja, að ég átti ekki
frumkvæðið að Jrví. Mér var ýtt út í Jætta. Eg var þannig
gerður, að það var hálfgerð kvöl fyrir mig í fyrstu að
standa upp á fundum og segja Jrótt ekki væru nema fáein
orð. Eg var haldinn vanmáttarkennd og feimni, sem ég
hef víst aldrei losnað við að fullu.
— Þú ert í stjórn Kennarafélags Miðbæjarskólans 1926
-1931.
— Já, Kennarafélag Miðbæjarskólans var stofnað 1908.
Fundargerðabækur félagsins sýna mikinn áhuga félags-
manna, bæði á skóla- og uppeldismálum og bættum kjör-
um kennara. Ymsu hafði félaginu tekizt að Jioka áleiðis.
Skólafélagið í Miðbæjarskólanum hafði fyrst og lremst
með að gera alls konar mál, sem upp komu í sambandi
við kennslu í skólanum og aðbúnað barna, og svo al-
mennt um réttindi kennara og launamál. En Joegar skól-
arnir urðu tveir sáu menn, að nauðsynlegt var að hafa sam-