Menntamál - 01.12.1969, Blaðsíða 40
246
MENNTAMAL
verið látnir fást við viðfangsefni, sem þeir hafa aldrei ráðið
við allt skólakerfið í gegn. Við getum bara litið í eigin
barm, ef við værum sí og æ, dag eftir dag og ár eftir ár
látnir fást við viðfangsefni, sem vekti engan áhuga hjá
okkur og við fyndum að við værum vanmegnugir að leysa.
Nei, þetta er náttúrlega það, sem hefur livarvetna gerzt,
að skólaskyldan hefur verið lengd. En spurningin er, hvar
eru skynsamlegustu skilin milli barnaskóla og framhalds-
skóla? Tengslin í námi milli barnaskóla og L bekkjar
gagnfræðaskóla hafa ekki verið sem skyldi, of mikið stökk
í námskröfum, a. m. k. fyrir marga.
— Hvað viltu segja um námið á gagnfræðastiginu, eins
og það er núna, og livaða breytingar eru æskilegar?
— Það þarf að breyta ýmsu í kennsluháttum og gera
námið fjölbreyttara. En það er ekki að vænta neinna
verulegra Itreytinga, nema skólarnir eigi að nokkru völ
á nýju kennaraliði til þess. Ég held, að m'ikið af kennara-
liðinu á unglinga- og gagnfræðastiginu sé ekki nógu inn-
stillt á breytta kennsluhætti, enda er alltaf erfitt að taka
upp ný kennsluform.
— Hver á að mennta kennarana fyrir gagnfræðastigið?
— Ég álít, að almennt kennarapróf sé mjög æskilegt
fyrir alla kennara gagnfræðastigsins, ekki sízt fyrir jrá, sem
kenna á skyldustiginu. Með því að stunda nám í kennara-
skóla öðlast þeir meiri þekkingu á starfi barnaskólanna
og nemendum yngri aldursstiga.
— Er nægileg námsstjórn í skólunum? Kemst skólastjór-
inn yfir að sinna þeirri námsstjórn sem er nauðsynleg?
— Nei, það er einkum vegna þess, að skólastjórarnir
eru mjög bundnir af alls kyns vafstri, sem þeir ættu að
vera lausir við og aðrir geta gert. Auðvitað hafa skóla-
stjórarnir sín áhrif, bæði í einkaviðtölum og á kennara-
fundum, en ég held að þeir geri t. d. h'tið af að sitja inni
í tímum hjá kennurum, og ég held það ætti að auka það.