Menntamál - 01.12.1969, Page 40

Menntamál - 01.12.1969, Page 40
246 MENNTAMAL verið látnir fást við viðfangsefni, sem þeir hafa aldrei ráðið við allt skólakerfið í gegn. Við getum bara litið í eigin barm, ef við værum sí og æ, dag eftir dag og ár eftir ár látnir fást við viðfangsefni, sem vekti engan áhuga hjá okkur og við fyndum að við værum vanmegnugir að leysa. Nei, þetta er náttúrlega það, sem hefur livarvetna gerzt, að skólaskyldan hefur verið lengd. En spurningin er, hvar eru skynsamlegustu skilin milli barnaskóla og framhalds- skóla? Tengslin í námi milli barnaskóla og L bekkjar gagnfræðaskóla hafa ekki verið sem skyldi, of mikið stökk í námskröfum, a. m. k. fyrir marga. — Hvað viltu segja um námið á gagnfræðastiginu, eins og það er núna, og livaða breytingar eru æskilegar? — Það þarf að breyta ýmsu í kennsluháttum og gera námið fjölbreyttara. En það er ekki að vænta neinna verulegra Itreytinga, nema skólarnir eigi að nokkru völ á nýju kennaraliði til þess. Ég held, að m'ikið af kennara- liðinu á unglinga- og gagnfræðastiginu sé ekki nógu inn- stillt á breytta kennsluhætti, enda er alltaf erfitt að taka upp ný kennsluform. — Hver á að mennta kennarana fyrir gagnfræðastigið? — Ég álít, að almennt kennarapróf sé mjög æskilegt fyrir alla kennara gagnfræðastigsins, ekki sízt fyrir jrá, sem kenna á skyldustiginu. Með því að stunda nám í kennara- skóla öðlast þeir meiri þekkingu á starfi barnaskólanna og nemendum yngri aldursstiga. — Er nægileg námsstjórn í skólunum? Kemst skólastjór- inn yfir að sinna þeirri námsstjórn sem er nauðsynleg? — Nei, það er einkum vegna þess, að skólastjórarnir eru mjög bundnir af alls kyns vafstri, sem þeir ættu að vera lausir við og aðrir geta gert. Auðvitað hafa skóla- stjórarnir sín áhrif, bæði í einkaviðtölum og á kennara- fundum, en ég held að þeir geri t. d. h'tið af að sitja inni í tímum hjá kennurum, og ég held það ætti að auka það.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.