Menntamál - 01.12.1969, Blaðsíða 12
218
MENNTAMÁL
vann alla ævi ötullega að eflingu sunds hér á landi. Þetta
voru þeir, sem voru mest áberandi.
— Þú hefur kannski fengið áhugann á náttúrufræðinni
af kynnunum við Stefán skólameistara?
— |a, ekki veit ég það, en hins vegar held ég að hann
hafi ekki drepið áhugann niður í neinum.
— Manstu eftir fleiri áberandi mönnum í bæjarlífinu
á Akureyri á þessum tíma?
— Minnisstætt er þjóðskáldið séra Matthías Jochums-
son, sem kom stundum í skólann, og ég man sérstaklega
eftir þvi, að hann liélt þar einu sinni ágæta ræðu um
Snorra Sturluson. Á áttræðisafmæli Matthíasar fórunr við
blysför til hans og hylltum hann. Bæjarbragur á Akur-
eyri var að vissu leyti dálítið sérkennilegur. Þar held ég
hafi verið tiiluverð stéttaskipting. Aristókratíið blandaði
sér lítt saman við almúgann félagslega, en bæjarlífinu
kynntist sveitapiltur, sem bjó í heimavist, ekki mikið.
Eg kom þó oft til móðurbróður míns Páls Árdal kennara
og skálds. Það var eina heimilið, sem ég kynntist. Þetta
voru mjög ánægjulegir vetur, sem ég átti þarna, í hópi
ágætra skólasystkina. Og margir mínir bekkjarbræður urðu
miklir framámenn í þjóðfélaginu.
— Manstu að nefna nokkra þeirra?
Já, kunnastir eru Hermann Jónasson fyrrverandi for-
sætisráðherra og Einar Olgeirsson fyrrverandi alþingis-
maður.
— Manstu hvað var margt í bekk?
— Þegar ég var í öðrum bekk var hann tvískiptur, en
þriðji bekkur var í einu lagi, við vorum 35. Það var óvenju-
lega fjölmennur bekkur.
— Hver bjó þig undir skólann?
— Það var heimiliskennari heima um tíma, veturinn
áður en ég fór í skólann, Jóhannes Guðmundsson, sem
seinna varð kennari á Húsavík og er lifandi enn, úrvals-
maður. Hann kenndi mér undir annan bekk, sem ég tók