Menntamál - 01.12.1969, Blaðsíða 21
MENNTAMAL
227
undirbúning en mörg minna bekkjarsystkina. Flest þeirra
fóru út í kennslu að námi loknu, og þar var margt mætra
karla og kvenna, sem reynzt hafa áhrifamiklir skólamenn og
þjóðfélagsþegnar. Einna þekktust munu vera: Arngrímur
Kristjánsson, Geir Gígja, Frímann Jónasson, Hannes J.
Magnússon, Ragnheiður Jónsdóttir og Sigurvin Einarsson.
— Nú hefurðu átt kost á að fylgjast með þróun Kenn-
araskólans, síðan Jrú varst í skóla. Hvað virðist þér um
haiia?
— Alla tíð hefur verið búið óhæfilega illa að Kennara-
skólanum. Hann var 50 ár í húsinu við Laufásveg, og öll
þau ár á hann sjálfur hvorki æfingaskóla né leiklimihús.
Það var framtak ísaks Jónssonar í Grænuborg, sent bjarg-
aði æfingakennslunni á vissu sviði. Fyrst nú er verið að
reisa æfingaskólann, en á leikfimihúsinu bólar ekki enn.
— Náttúrlega var skólinn lengdur; árlegur skólatími
lengdur og námsárunum fjölgað. Kennaramenntunin hef-
ur auðvitað aukizt mjög mikið miðað við þá fræðslu og
Jrjálfun, sem við fengum, þegar ég var í skólanum. En
enn þann dag í dag fer ])ví svo víðs fjarri, að ytri aðstæður
Kennaraskólans séu slíkar, að hann geti skilað Jrví hlut-
verki, sem honum er ætlað og nauðsynlegt er.
— Hvað segirðu um þessar nýju hugmyndir um að gera
stúdentspróf að inntökuskilyrði og síðan komi þriggja
ára nám?
— Það er ekki ósennilegt, að Jrað sé rétt stefna, en
menn mega aldrei missa sjónar á ])ví, að ])eir sem ætla að
leggja fyrir sig kennslu, þurfa að fá sérmenntun til })ess.
Það dugar ekki eintómur háskólalærdómur í námsgrein-
unum, sem kenndar eru í skólunum, það er þörf á miklu
meiri hagnýtri þjálfun til undirbúnings undir kennslu-
starfið.
— Hvernig viltu láta haga þeirri þjálfun?
— Ef Kennaraskólinn fær fullkominn æfingaskóla, J)á
er hægt að veita J)ar fjölbreyttar leiðbeiningar og þjálfun,