Menntamál - 01.12.1969, Blaðsíða 81
MENNTAMÁL
287
fyrirluiguð mannvirki á henni frá maídögum 1958. Sést
þar hver mannvirki skyldu fylg'ja Kennaraskóla, sem æll-
aður'var 250—300 nemendum. Enda þótt ritstjóri Mánu-
dagsblaðsins veki athygli á alvarlegu máli, held ég, að mynd
þessi skýri, hvers eðlis þeir glæpir í skólamálum eru, sem
liann heldur á loft. A myndinni eru þau mannvirki, sem
enn bíða eftir framkvæmdum, í hvítum lit.
Hinn fjórða júlí s.l. skipaði menntamálaráðherrann dr.
Gylfi Þ. Gíslason nefnd til að endurskoða löggjöfina um
Kennaraskólann og kennaramenntunina.
Ráðherrabréf er svo hljóðandi:
„Ráðuneytið skipar yður, herra skólastjóri, hér með for-
rnann nefndar til þess að endurskoða löggjöfina um Kenn-
araskóla íslands og gera tillögur um nýskipan kennara-
námsins. Aðrir nefndarmenn eru: Andri ísaksson, forstöðu-
maður skólarannsókna, Armann Snævarr, háskólarektor,
en síðar Magnús Már Lárusson, er hann hefur tekið við
embætti háskólarektors, Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri,
og Skúli Þorsteinsson, formaður Sambands íslenzkra barna-
kennara.