Menntamál - 01.12.1969, Blaðsíða 55
MENNTAMÁL
261
arfélagsins og starfa á nákvæmlega sama grundvelli og
grunnskóli sveitarfélaganna. Skólarnir á menntaskóla-
stiginu skulu annaðhvort vera í ríkiseign og algerlega
kostaðir af ríkinu eða í eigu sveitarfélaga eða óháðra
félagssamtaka og skuln þá njóta ríkisstyrks.
4) Grunnskólinn skiptist í 6 ára barnastig með sama
námsefni fyrir alla nemendur, þar sem kennsla er í
höfuðatriðum veitt af bekkjarkennara. Unglingastigið
er 3ja ára og annast sérgreinakennarar kennsluna. Nem-
endurnir og foreldrar þeirra fá að ákveða námsleiðina
með því að velja — auk skyldunámskjarnans — við-
bótargreinar eða kjörsvið í tungumálum, stærðfræði,
eðlis- og efnafræði. Á þennan hátt er leitazt við að
sníða námsstakkinn við hæfi einstaklinganna.
5) Einka lároverkskólarnir og mellanskólastigið í ríkis-
reknu lároverkskólunum skulu innlimast í skólakerfi
sveitarfélaganna, en við sérstakar aðstæður geta jafn-
vel einkaskólar á grunnskólastiginu fengið ríkisstyrk.
6) Kostnaðurinn við grunnskólann skiptist þannig, að rík-
ið greiðir ca. 75% og sveilarfélögin ca. 25%. í grunn-
skólunum bera nemendurnir engan kostnað.
Reglurnar um námsaðgreininguna (differentiering) fela
í sér útvíkkun á hugmyndinni um samlelldan skóla, sér í
lagi vegna ]jess að hin innri stigskipting (nivágruppering)
kennslunnar í ákveðnum námsgreinum kemur til með að
fá mikla þýðingu. Reglurnar um þetta eru svohljóðandi:
„Á unglingastiginu (högstadiet) eru öllum nemendun-
um kenndar allar námsgreinarnar, en efnismagnið getur
verið misjafnt, sama gildir um kjörgreinarnar.”
í frumvarpi ríkisstjórnarinnar voru möguleikarnir á að
velja námsefni álitnir mjög þýðingarmiklir. Þetta varð jafn-
vel orsök þess, að í frumvarpið voru enn fremur settar
reglur um, að öllum nemendum skidi kenna eitt ókunnugt
tungumál. Reynt var að gefa nemendunum kost á svo miklu