Menntamál - 01.12.1969, Blaðsíða 66
272
MENNTAMÁL
einhver slitur af litlu blaði frá 13. okt. 1969, og þyrfti ekki
að velkjast í vafa, að þar hefðu glœpamenn farið með
ráðin.
Enn mætti það vera, að sagan og menningin varðveiti
nokkrar leifar livors tveggja Morgunblaðs og Mánudags-
blaðs og yrði þá dómsorðið sakbitnir ágætismenn, en sak-
bitnir drengir í Islandssögu eru að jafnaði mjög í ætt við
píslarvotta.
1 báðum fyrr nefndum ritstjórnargreinum kemur fram
góð meining og jnll skynsemi, en báðum höfundum er
einnig sameiginleg takmörkuð þekking d umrœðuejninu.
Þegar á mál mitt líður, ætla ég að Ijóst verði, hvorn þessara
tveggja höfunda ég tel fara nær kjarna málsins, en j)að er
með sérstakri hliðsjón al' góðri meiningu og skynsemi sam-
fara takmarkaðri pekkmgu á málefnum Kennaraskólans,
sem mér var ljúft að verða við ósk Stéttarfélags barnakenn-
ara í Reykjavík um að gera þeim og þeirra fundargestum
nokkra grein lyrir Kennaraskólanum og kennaramenntun-
inni innan veggja hans í dag, en staða hans í dag verður
ekki skilin nema í ljósi þeirrar löggjafar, sem hann býr
við, sem og alstöðu framkvæmdavaldsins.
Meginbreytingar löggjafarinnar 1963 frá fyrri ákvæðum
voru þessar, að dómi laganefndar, sem gerst mátti til þekkja:
1. að veita skólanum rétt til að brautskrá stúdenta,
2. að koma á fót framhaldsdeild við skólann,
3. að stofna undirbúningsdeild lyrir sérkennara,
4. aukin æfingakennsla,
5. nokkurt kjörfrelsi um námsefni.
Um fyrsta og annan lið segir m. a. í greinargerð: Þeir
gera ráð fyrir framhaldsnámi fyrir þá, sem lokið hala al-
mennu kennaraprófi. Slíkt framhaldsnám hafa kennarar
hingað til orðið að sækja til útlanda með ærnum tilkostn-
aði. Er til j^ess ætlazt, að nemendur í þessari deild geti
sérhæft sig í einstökum greinum. Ennfremur á nám þetta