Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1994, Page 5

Heima er bezt - 01.07.1994, Page 5
Hjalti Jón Sveinsson rœðir við Guðmund Elíasson oddvita og verslunarstjóra í Vík Það er óhætt að fullyrða að ein af driffjöðrunum í atvinnu- og félags- lífi í Vík í Mýrdal og Mýrdalshreppi sé Guðmundur Elíasson. Hann er allt í öllu þó ekki vilji hann hann hafa mörg orð um störf sín og hlutdeild í mannlífinu. Tfðindamaður HEIMA ER BEZT var á ferðinni eystra á heiðbjörtu kvöldi fyrir skömmu og notaði tækifærið til að spjalla lítillega við Guðmund þar sem hann var önnum kafinn við störf sín í Víkurskála. Hann féllst á að ræða málin yfir kaffibolla við undirleik kríunnar sem var í þúsundavís yfir varpi sínu utan við gluggann. Hann kvaðst bara hafa gott af því að líta aðeins upp úr önnum dagsins. Gestinum lék forvitni á að vita hvaðan Guðmundur væri, í hverju starf hans væri fólgiö - en vitað var að undanfarið hafði hann staðið í ströngu, auk þess sem aðkomumann fýsti að spyrja Guðmund nokkurra spurninga um mannlífið í Mýrdalnum og sitthvað sem því tengdist. er tæddur og uppalinn 1 Pétursey í Mýrdalshreppi þar sem ég hef átt heima alla mína tíð,“ segir Guðmundur eftir að hafa sagt gesti sínum að hann hefði í raun ekki frá neinu markverðu að segja. „Ég er fæddur 24. mars 1949. Móðir mín er Bergþóra Guðmundsdóttir frá Brckkum í Mýrdalshreppi, sem til- heyrði Dyrhólahreppi þangað til 1983, en alin upp á Rauðhálsi. Faðir minn var Elías Guðmundsson frá Pétursey þar sem hann var fæddur og uppalinn. Hann lést árið 1972. Þá tókum við bræðurnir við búinu ásamt móður okkar og bjuggum þar félagsbúi þar til 1986. Um þær mundir urðu nokkrar breytingar á Heima er best 221

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.