Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1994, Síða 20

Heima er bezt - 01.07.1994, Síða 20
Þessa ferð tók ég að mér og heppn- aðist hún ágætlega. Veður var hið besta og skyggni gott. Það var í þess- ari ferð sem hjá mér vaknaði enn sterkari löngun en áður til að sjá og kanna meira af landinu. Ég naut þess að fara um sveitir og héruð í blíð- skaparveðri og þegar komið var aust- ur á Síðu og í Fljótshverfi náði hrifn- ing mín hámarki. Ég varð hugfang- inn af fegurð og mikilleik landslags- ins. Þarna blasti við mér hinn tignar- legi Lómagnúpur og sjálfur Öræfa- jökull í mikilleik sínum virtist mér svo undranærri. Það var þarna sem ég tók þá miklu ákvörðun að fara hringinn umhverfis landið og það sem fyrst. Þetta var mikil ákvörðun sem ég varð að framkvæma. Þegar ég kom til Reykjavíkur úr þessari ferð ræddi ég við kunningja minn sem kunnugur var í Austur- Skaftafellssýslu og þekkti árnar þar vel. Ekki leist honum á ráðagerð mína og taldi djarft í ráðist, því margar hættur væru á leiðinni, sem ég gerði mér ekki fyllilega grein fyr- ir. Hann benti meðal annars á árnar sem væru margar og allar þær stærstu óbrúaðar. Hann ráðlagði mér eindregið að leggja ekki í slíka ferð en ég lét engan bilbug á mér finna og var ákveðinn í að fara. Ég fékk góðan bílstjóra til að taka að sér að keyra á stöðinni fyrir mig meðan ég væri í burtu. Aætlun mín var að fara norður um land og austur til Egils- staða, en þar ætlaði ég að hefja gönguna suður um sýslur, allt að Kálfafelli í Fljótshverfi og þangað bjóst ég við að verða kominn í byrj- un ágúst. Þá ætluðu Guðbjörg systir mín og maður hennar, Hlöðver Bær- ingsson, að vera þar og taka á móti mér þegar ég kæmi úr hringferðinni. Ferðin norður til Akureyrar var ágæt og síðan var haldið austur til Egilsstaða þar sem ég hóf göngu- ferðina. Það var föstudagsmorguninn 20. júlí 1945, sem ég rölti af stað frá Eg- ilsstöðum með bakpoka, staf og gamla kassamyndavél. Ekkert nesti var ég með en léttklæddur og á góð- um gönguskóm. I bakpokanum hafði ég létta regnkápu. Þá var ég með þykka og háa ullar- sokka til þess að vaða í yfir árnar. Fyrst lá leið mín eftir bílveg- inum inn Vell- ina, en þegar ég hafði gengið rúman klukku- Vatnsskógar í SkriMal. tíma náði mér bíll. Ég veifaði til hans og hann stansaði og tók mig Djúpivogur. Kaupfélagshúsið á Djúpavogi. 236 Heima er best

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.