Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1994, Qupperneq 21

Heima er bezt - 01.07.1994, Qupperneq 21
ég nálgaðist efsta bæinn í dalnum, sem þá var í byggð, sá ég fólk úti á hlaði og eins á túninu við heyvinnu. Mér þótti það dálítið skrýtið að þeg- ar ég nálgaðist hvarf allt fólkið inn í bæ. Þegar ég kom heim að bænum og barði þrjú högg á bæjardyrnar að gömlum sið, kom maður til dyra og virtist mér það vera húsbóndinn. Ég heilsaði honum og spurði hvort hægt væri að fá hér keypt kaffi, og taldi hann það sjálfsagt og bauð mér inn. Hann fylgdi mér inn í litla og þrifa- lega stofu með einum sex rúðu glugga, sem vissi úl á hlaðið. Hann bauð mér sæti við lítið borð við gluggann og fór síðan og sá ég hann ekki aftur. Þegar ég hafði setið þarna góða stund vinda sér inn tvær snarlegar og frískar stúlkur sem mér sýndust vera á aldrinum 15 til 16 ára. Þær breiddu dúk á borðið og svo komu þær með bollapar og lausan disk. Ég varð strax var við að þær vildu ræða við mig. Þær spurðu mig strax hvaðan ég kæmi, hvert ég væri að fara og hvaðan ég væri. Ég sagði eins og var að ég hefði gist á Egilsstöðum í nótt og komið þaðan gangandi og farið bílveginn inn Velli og upp Skriðdal. Aður en ég lagði á Breiðdalsheiði hefði ég komið við á efsta bænum, sem eru Vatnsskógar, og þegið þar góðan beina. Að loknum ánægjulegum samræð- um bauð ég borgun fyrir veitingarnar en þá var mér sagt að á þessum bæ væri ekki tekin borgun af gestum sem þægju kaffisopa. Síðan kvaddi ég og hélt áfram göngunni niður Breiðdal, kom að kveldi að Hösk- uldsstöðum og baðst gistingar sem var auðfengin og þar með var fyrsta degi gönguferðarinnar lokið. Morguninn eftir var árla risið og eftir góðan morgunverð bjóst ég til ferðar. Á hlaðinu var vörubíll og var bílstjórinn í þann veginn að leggja af stað í ferð niður í Breiðdalsvík. Bauð hann mér að sitja í sem ég þáði og sat í hjá honum niður að vegamótum hjá Heydölum. Ég þakkaði fyrir mig og hóf gönguna í blíðskaparveðri Allar myndirnar, sem hér birtast, voru teknar íferðinni sem segirfrá í greininni. upp í. Þctta var vörubíll á leið inn Skriðdal. Með honum var ég inn að vegamótum til Þingmúla. Ég þakkaði fyrir mig og hélt svo áfram göng- unni. Eitthvað varð ég að vaða af ám og sprænum á leiðinni upp í Vatns- skóga, sem þá var efsti bærinn í Á Geithellnum í Álftafirði. Skriðdal. Þar staldraði ég við og þáði ágætar veitingar hjá húsráðandanum, sem var að sjá myndar- og dugnaðar- kona. Gamlan mann sá ég úti á túni Við bœinn Geithellna. með staf og virtist mér hann vera mjög hrumur. Frá Vatnsskógum var lagt á Breið- dalsheiði og niður í Breiðdal. Þegar Heima er best 237
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.