Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1994, Qupperneq 28

Heima er bezt - 01.07.1994, Qupperneq 28
Breiðárósi sá ég mann á vesturbakk- anum sem var að athuga prammann og kom hann von bráðar og sótti mig. Þessi ágæti maður, sem tók á móti mér, var einn hinna nafnkunnu Kvískerjabræðra. Hann lét ekki þar við sitja að ferja mig yfir ósinn því þarna var hann með söðlaðan hest handa mér og riðum við heim að Kvískerjum. Þar var boðið upp á ágætar veitingar og meira því ég mátti liafa hestinn áfram að Fagur- hólsmýri. Þar mátti ég sleppa honum lausum því hann myndi skila sér sjálfviljugur heim. Þetta kom sér ákaflega vel fyrir mig og hélt ég nú áfram og gisti svo á Fagurhólsmýri. Þetta var fimmti dagur ferðarinnar frá Egilsstöðum. Næsta dag, sem var fimmtudagur 25. júlí, var ég árla á fótum og hóf nú gönguna vestur Öræfasveit. A þeirri leið vissi ég um margar ár sem ég þurfti að vaða yfir og sumar þeirra vatnsmiklar enda kom það á daginn að í sumum þeirra var mér um og ó, en hafði það þó með guðs hjálp. Til gamans má geta þess að þegar ég var að spyrjast fyrir um vöð á ánum var mér sagt að það væri betra fyrir mig að fram fram með ánni, það er niður með henni, þar væri hún grynnri og þar fengi ég hana ekki eins stranga og efra. A þessu áttaði ég mig strax þó að það væri öfugt við málvenju fyrir norðan því þar var sagt að maður færi fram til fjalla og upp með ánni og inn dalinn. Þegar ég hafði komist klakklaust yfir árnar á milli Fagurhólsmýrar og Svínafells var ein á eftir að Skafta- felli og það var Skaftafellsáin. Yfir hana varð ég að fá fylgd svo ég fór heim í Svínafell og þaðan fékk ég fylgd á hesti yfir ána. Þá var orðið stutt að Skaftafelli. Þá voru þar þrír bæir, Bölti, Sel og Hæðir, og stóðu hátt upp í brattri hlíð. Það þótti mér í fyrstu undarlegt bæjarstæði. Ég gekk í hlað á Bölta og spurði um Odd Magnússon, sem tók mér vel og hjá honum gisti ég. Ræddi ég við hann um væntanlega ferð vestur yfir Skeiðarársand og hvort ég kæm- ist án fylgdar yfir jökulinn ofan við upptök Skeiðarár en Sandinn ætlaði ég að ganga. Oddur var fljótur til svars og sagði mjög ákveðið í þung- um tón: Jökulsá á Skeiðarársandi brýst undan jökli. Jökulfell til hægri, Skeiðarárjökull til vinstri. „Það er engum manni sleppt án fylgdar og á morgun verður farið með þig vestur yfir jökul en vestur Sandinn að Núpsvötnum ertu einfær. Ég hef samband við Hannes á Núps- stað fyrir þig og mun hann sækja þig og koma þér vestur yfir Vötnin.“ Það var svo næsta morgun að Odd- Gufufoss í Djúpá í Fljótshverfi. 244 Heima er best
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.