Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1994, Síða 30

Heima er bezt - 01.07.1994, Síða 30
Oskar Þórðarson frá Haga: Allt frá því ég fyrst man eftir var umræðan um rjúpuna blandin nokkurri furðu, án þess að vera vísindaleg. Rjúpan var nytjafugl til sveita og engar kannanir í gangi um það hve mikið mætti veiða án þess að gengið yrði á stofninn. Stundum sáu veiðmenn slík ósköp af þeim fugli að þeim ofbauð næstum og eng- inn leiddi huga að því að nokkurn tíma gæti svo farið að ekki sæist Iengur nema einn og einn fugl á stangli. itt at' því fyrsta sem ég man af vangaveltum manna um rjúpuna var að á fögrum haustdegi, áður en snjókorn höfðu fallið á fjöll, var maður á ferð aust- ur Skorradal undir Dragafelli, sem er 478 metrar, þar sem það er hæst. Sem manninum verður litið til fjallsins sér hann að við efstu brúnir þess er svo að sjá að þar hafi gránað á stóru svæði og var það ofvaxið skilningi mannsins þar eð heiðskírt var og hvergi örlaði á úrkomu. Ekki er ólíklegt að þetta vekti með honum nokkra undrun og sjálf- sagt hefur hann tafið eitthvað ferð sína og horft um stund til fjallsins og nógu lengi til að sjá þetta fyrirbrigði lyfta sér frá jörðu og hverfa. Kvað hann þarna hafa verið flokk rjúpna, ekki hundruð heldur að öllum líkindum þúsundir. Slík furðu- sýn er lítt trúleg og hætt við að rengd verði. Þessi frásögn vakti með mér og ekki síst kom hún í huga minn þegar ég fór sjálfur að „ganga til rjúpna,“ eins og það var kallað að fara á rjúpnaveiðar. Kannski var það hinn sígildi draumur veiðimannsins um mikið magn þess sem sótt var í og að einhvern tíma bæri líka sjón fyrir augu mín og mannsins í Skorradal. A síðustu vetrarmánuðum ársins 1935 byrjaði ég að ganga til rjúpna. Ég var þá á fimmtánda ári og hafði riffil til veiðanna. Tæplega var hægt að segja að slíkt verkfæri væri virkt lil stórveiða ef svo ólíklega vildi til að á vegi mínum yrðu hundruð eða þúsundir rjúpna og ekki senni- legt að eftirtekjan yrði í samræmi við fjöldann, ekki síst riúpum 246 Heima er besl

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.