Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1994, Qupperneq 40

Heima er bezt - 01.07.1994, Qupperneq 40
beislishöfuðleður, sem mamma mín gaf mér. Húsbændur mínir gáfu mér fermingarföt. Þessi hjón í Háholti, Matthías og Jóhanna, voru að sögn séra Valdimars gáfuðustu hjón sem hann hafði fermt og gift. Þó taldi hann að Jóhanna hefði haft þar yfirburði. Auðvitað er erfitt að dæma um þetta cn þetta var nú um- sögn séra Valdimars. Hitt duldist engum að þau voru skarpgreind. Þá fór ég að Alfsstöðum á Skeiðum. Þar get ég sagt að ég hafi fengið aðra móður mína. Hún hét Ingveldur Þor- steinsdóttir frá Reykjum á Skeiðum. Hún var mér alltaf sem besta móðir og henni á ég mikið að þakka. Hún var orðin ekkja þegar ég kom til hennar. ____________________ Maðurinn hennar, Eiríkur Asbjörns- son, datt ofan í hver í Hveragerði og varð það honum að bana. Ráðsmað- ur Ingveldar var bróðir hennar, Gunnar Þorsteinsson, mjög góður maður. Heimilið var talið myndar- heimili. Ingveldur giftist aftur. Sá maður hennar var Ingvar Grímsson frá Laugardalshólum. Hún eignaðist fjögur börn. Tvö með fyrri manni og tvö með þeim seinni. Hún varð fyrir þeirri sáru reynslu að missa þau öll kornung. Gunnar, bróðir Ingveldar, bjó síð- ar í Miðdal í Laugardal. Hjá honum var ég í þrjú ár. Þá varð ég lausamaður, sem kall- að var, og vann hingað og þangað. Eg var í kaupavinnu á sumrin og fór svo að róa frá Her- dísarvík. Þaðan reri ég þrjár vertíðir. Þar var erfið og hættuleg lending. Búðarræflarnir sem við vorum í þar voru mjög ömurlegir. Þar var engin upphitun. Við höfð- um skrínukost, sem geymdur var í koffortum, sem voru fyrir ofan rúmin okkar. Skrínukosturinn var smjör, kæfa og dálítið af hangikjöti og brauð. Prímus höfðum við svo við gátum velgt ofan í okkur. Báturinn sem ég reri á var tíróinn áttæringur. Einu sinni fórum við til Eyrarbakka. Þá var rysjótt tíð og við urðum að bíða nokkra daga og okkur var farið að leiðast biðin. Var þá rætt um hvaða leið skyldi fara. Sér- stök leið var kölluð því einfalda nafni „Leiðið.“ Guð- mundur á Háeyri sagði: „Ef þið farið þessa leið drepið þið ykkur allir.“ Formaðurinn var hikandi, sent vonlegt var. Hann spurði mig: „Hvað ntundir þú gera ef værir þú formaður?“ Ég sagði: „Ég mundi fara Leiðið,“ og það gerðum við og það gekk vel. Við vorum háttaðir og búnir að bera alll upp úr bátnum klukkan ellefu. Auðvitað var þetta glæfra- ferð og þurfti mikillar aðgæslu við stjórn. Við þurftum að bíða þónokkra stund áður en við gátum lent. Það var ekki Vitanlega urðu gömlu sjómennirnir að taka vel eftir veðurfari og reyna að sjá fyrir væntanlegum breytingum. Við sem stunduðum róðra á ára- bátunum gátum alltaf bú- ist við að hver ferð yrði okkar síðasta. komið háflóð. Við héldum skipinu á Boti þar til fór að falla út, lögðum það á hliðina og bárum allt upp úr því. Vitanlega urðu gömlu sjómennirnir að taka vel eftir veðurfari og reyna að sjá fyrir væntanlegum breytingum. Við sem stunduðum róðra á árabátunum gátum alltaf bú- ist við að hver ferð yrði okkar síðasta. Frá Herdísarvík fór ég til Reykjavíkur. Þá var ég 24 ára. Ég tók bílpróf 1919. Skírteinið mitt er nr. 274. Ég keypti þá vörubíl. Jón Þorláksson, borgarstjóri, tók að sér að byggja Rafveitu Reykjavíkur við Elliðaá. Jón auglýsti eftir bílstjóra. Þrjátíu sóttu um starfið. Ég hlaut það. Síðan eru Iiðin tæp 70 ár. Ég er einn eftir á lífi _______________ af þeim sem sóttu um þetta starf. Ég vann á vegum Jóns í tvö ár. Hann vildi selja mér bílinn. Ég keypti hann og gat greitt hann að fullu. Hann kostaði 6500 krónur. Það eru ein bestu kaup sem ég hef gert. Þar með tryggði ég mér nokkra atvinnu næstu árin en þá var mikið atvinnuleysi. Arið 1939 fór ég að vinna hjá Vega- gerð ríkisins og var þar í rúm 30 ár. Ég vann fullan vinnudag þangað til ég varð áttræður. Fyrst keyrði ég um allt land með brúarefni og tleira. Það gat verið erfitt því vegirnir voru svo vondir. Seinna varð ég afgreiðslu- maður á öllum sendingum Vegagerð- arinnar út á land. Ég mun hafa verið í því starfi í 15 ár. Um einkalíf mitt og minnar fjöl- skyldu mun ég verða stuttorður. Ég tel mig hafa verið mikinn hamingjumann. Ég gekk í heil- agt hjónaband 1921. Konan mín hét Guðrún Jóhannsdótt- ir, ættuð úr Reykjavík. Hana missti ég 1979. Við eignuð- umst tvö börn, dóttur sem heitir Unnur. Hún er að verða sjölug, og son sem er um 15 árum yngri. Hann heitir Jó- hann Gunnar, húsasmíðameistari. Hvernig lítur svo heimurinn út frá sjónarhóli aldargam- als manns? Hér innanlands eru breytingarnar svo miklar að það er ekki hægt að kalla það annað en byltingu. Hugsum okkur l.d. breytingarnar á vegakerfinu. Þá var líka læknisþjónustan ólík því sem nú er. Engar trygging- ar. Alþýðutryggingarnar eru að mínum dómi einn mikils- verðasti áfangi sem alþýðan hefur náð í langri baráttu. Vitanlega eru margir skuggar á veginum. Ég hef trölla- trú á að íslenska þjóðin muni sigrast á erfiðleikunum og sækja áfram til enn bættari lífskjara og aukins þroska. Mér finnst ég aldrei hafa kynnst nema góðu fólki. Ég enda svo þetta spjall mitt með innilegu þakklæti til allra samferðamanna minna á lífsleiðinni, þessari löngu göngu.“ mani 256 Heima er best
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.