Heima er bezt - 01.07.1994, Side 43
en hún þekkir mig frá því í vetur
þegar ég átli þátt í að ýta bíl, sem
hún var á, í gang við Sundlaug
Kópavogs. Ut á það er ég velkominn
í kaffi hjá henni. A sjötta tímanum
fer hópferðabíla að drífa að og tjöld-
in fara að rísa á tjaldstæðinu í stað
þeirra sem felld voru um morguninn.
Þau virðast ætla að verða síst færri
en á liðinni nóttu. Sjóræningjabíllinn
stendur enn við braggann og tjöldin
eru reist á þaki hans.
Brátt er matseld hafin í eldhúsbíl-
um og eldhústjökium við misjafnan
árangur. I eldhúsbílunum er þaulvant
fólk og maturinn góður, en í tjöldun-
um er víða misbrestur á þessu. Hjá
mínum hópi eru aðeins lítil gastæki
til að hita matinn fyrir um 30 manns
og tekur á þolinmæðina að bíða eftir
honum. Það er líka hálfkuldalegt að
híma úti meðan við bíðum, því með
kvöldinu fer að bæta í vindinn, og
áður en þeirri bið lýkur er farið að
bregða birtu.
Agústkvöld á fjöllum
Að loknum kvöldverði fara nokkr-
ir í bað í heitum laugunum til að
mýkja vöðvana eftir gönguferðir
dagsins. Sumir reyna að halda uppi
gleðskap í eldhústjöldunum, en aðrir
fara að koma sér fyrir undir nóttina,
enda fátt við að vera eftir að dimmt
er orðið. Myrkrið er jafnvcl enn
svartara en í gærkvöldi, enda orðið
mjög þungskýjað. Bílstjórar, farar-
stjórar og eklhúsfólk hópast saman í
bílunum, en um tíuleytið ákveð ég að
fara inn í skála og kveðja það ágæta
starfsfólk sem þar er og þakka því
samstarfið, þar sern þetta er líklega
síðasta ferðin mín í sumar á þessar
slóðir. í sumar hafa þau verið tjögur
sem starfa hérna í Landmannalaug-
um og bera ýmist starfsheitin land-
vörður eða skálavörður. Hver bar
hvert starfsheiti og hvers vegna veit
ég ekki, en ekki varð ég var mismun-
ar í starfi í samræmi við það. Þessi
fjögur eru Halli, Birna, Tóta og
Systa. Tótu hef ég oft hitt á liðnum
sumrum sem fararstjóra og Systa var
Útsýni afBláhnjúki til Tungnár og Veiðivatna. Fjallið Barmur er nœst á
myndinni.
mér samferða sem starfsstúlka í eld-
húsbíl í nokkuð langri ferð fyrir
nokkrum árum. Halla og Birnu hef
ég kynnst hér í Landmannalaugum í
sumar. Þegar ég kem heim í skála fæ
ég þær fréttir að einn af sjóræningj-
unum sé týndur.
Það var ekki farið að dimma þegar
fararstjóri sjóræningjanna leitaði
ásjár landvarðanna vegna hvarfs
mannsins. Landverðirnir spurðust
fyrir hjá fararstjórum hinna ýmsu
hópa scm höfðu verið á göngu um
fjöllin um daginn. Níels fararstjóri
hjá Úlfari Jacobsen hafði gengið
með sinn hóp suður í Hrafntinnusker
og þar hafði einn útlendingur í hópn-
um orðið mannsins var. Það var við
skálann í Hrafntinnuskeri um fjög-
urleytið. Þegar það var ljóst voru þau
Einar Torfi fararstjóri, sem var þarna
staddur, og Birna landvörður send
gangandi áleiðis í skálann í Hrafn-
tinnuskeri. Það er um fjögurra tíma
gangur við eðlilegar aðstæður, en
Ijóst var að þau ætluðu sér miklu
skemmri tíma, enda ekki langt í að
bregða tæki birtu þegar þau lögðu af
Heima er hest 259