Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1994, Qupperneq 44

Heima er bezt - 01.07.1994, Qupperneq 44
stað. Halli er við talstöðina, sem er aðeins gamla Gufunesbylgjan. Hann hefur náð sambandi við talstöðvarbíl suður við Alftavatn og hafði sá orðið var við Þjóðverja sem var þar einn á gangi og stemmdi lýsingin við týnda sjóræningjann. Maðurinn gekk bíla- slóðina í vestur í áttina að Markar- fljóti á syðri Fjallabaksvegi. Sagðist hann ætla að húkka sér far með bíl í Landmannalaugar. Líkur á því að hilta bíl á leið þangað á þessum slóð- um og á þessum tíma voru nánast engar og ekki miklar líkur á að hitta nokkurn bíl þar yfirleitt. Mest undr- uðust menn þó að hann átti að hafa sést við Alftavatn klukkan rúmlega sex eða rúmum tveimur tímum eftir að hann sást við skálann í Hrafn- tinnuskeri. Kunnugir töldu þann gönguhraða milli þessara staða með ólíkindum, en þessi leið er stikuð sem hluti af „Laugveginum“ og stundum höfð sem dagleið á göngu- ferðum suður í Þórsmörk. En kannski fóru þessar tímasetningar eitthvað á milli mála. Halli var búinn að ná talstöðvar- sambandi við björgunarsveit á Hvolsvelli og var hún komin í við- bragðsstöðu að hefja leit. Ford Econoline með talstöð, sem staddur var í Laugununi, hafði verið sendur um Dómadal í Reykjadali við Hrafntinnusker og átti hann að bíða nálægt íshellinum. Þaðan sögðu kunnugir að ekki væru nema 2 km að skálanum í Hrafntinnuskeri. Þeir á Fordinum áttu að sækja Einar Torfa og Birnu þangað, þar sem þau áttu að bíða yrðu þau einskis vísari. Það er margt spjallað í landvarða- herberginu í skálanum og þröng á þingi meðan beðið er frétta úr tal- stöðinni. Talstöðvarbíllinn við Álfta- vatn er fenginn til að fara og svipast um eftir manninum áleiðis vestur syðri Fjallabaksleið. Tóta kemur inn eftir að hafa verið úti á tjaldstæði. Sagðist hún hafa rætt við fararstjóra sjóræningjanna og m.a. spurt hvort týndi maðurinn væri með öllu mjalla. Fararstjórinn taldi manninn með fullu viti, en í skálan- um efuðust margir um það á þessari stundu eða þá að útlendingar gerðu sér enga grein fyrir hugsanlegum að- stæðum á íslenskum fjöllum. Sumir töldu óskiljanlegt að maðurinn skyldi halda aleinn í suðurátt frá skálanum í Hrafntinnuskeri, þegar allir aðrir sneru við í Landmanna- laugar, enda þótt stikaðar leiðir væru í báðar áttir. Maðurinn hafði hvorki landakort né mat, var illa búinn ef veður breyttist og virtist ekki hafa hug- mynd um hvert hann var að fara. Þá hefði verið skynsamlegt að fylgjast með ferðamönnum úr öðrum hópum sem sneru til baka. Allir voru sam- mála um það að ekki ætti að sleppa sjóræningjum lausum á íslensk fjöll, það væri aðeins áhætta og kostnaður fyrir Islendinga, sem hefðu litlar sem engar tekjur af þess háttar ferðafólki. Klukkan er rúmlega hálftólf. Allt í einu koma inn í skálann tveir karl- menn og ein kona. Annar þeirra er týndi sjóræninginn. Sagan sem þau segja er næsta ótrúleg saga um til- viljanir og heppni. Konan er jarð- fræðingur. Hún er á jeppa á syðri Fjallabaksleið í einhvers konar jarð- fræðiathugunum suður og austur af Laufafelli. Maður hennar er með henni. Þau hafa hug á að gista í skála sem er skammt frá veginum austan við Markarfljót. Það er komið myrk- ur og veðurhljóð í fjöllum, þegar þau koma austur yfir fljótið. Enginn bíll eða Ijós, ekkert hljóð nema vindur- inn og straumvötn sem gnauða í ör- æfaþögninni. Allt í einu sjá þau mann á gangi í bílljósunum. Það er týndi sjóræninginn, rammvilltur og illa haldinn, einn á reginfjöllum. Þau hafa enga talstöð, en grunar að leit að honum sé hafin, svo þau ákveða að aka honum í Landmannalaugar. Þau vita ekki hvort Laufafellsleið milli syðri og nyrðri Fjallabaksleiða er fær og fara því Krakatindsleið, sem þau vissu að var fær en er nokkru lengri. Og hér eru þau komin og biðjast gistingar, sem þau fá þótt skálinn sé yfirfullur. Sjóræninginn hypjar sig fljótlega og skömmu síðar koma fararstjórinn og bílstjórinn úr sjóræningjabílnum til að þakka fyrir aðstoðina. Land- verðirnir taka því vel, en einn við- staddur fararstjóri, Jórunn Sigurðar- dóttir, talaði við þau á þýsku nokkur vel valin orð, að því er virtist. Urðu þau nokkuð skömmustuleg og fram- lág voru þau þegar þau kvöddu og fóru. Grunur lék á að hún hefði lýst fyrir þeim hugsanlegum afleiðingum athæfis þeirra í ferðamálum og reynsluleysis í fararstjórn. Eftir að hafa kvatt hina ágætu landverði fer ég út á tjaldstæðið. Það er kolamyrkur og hvassviðri og rign- ingarhraglandi. Sum eldhústjöldin hafa verið felld og borið á þau grjót þar sem mörg þeirra standa illa í vindi. Það er notalegt að skríða í svefnpokann í aftasta sæti rútunnar upp úr miðnættinu og hlusta á vindgnauðið í myrkrinu, enda sofna ég fljótt. S Oveðursmorgunn Það er farið að birta af degi þegar ég vakna við það að bankað er á hurð rútunnar, sem ég hafði læst að innan. Eg lít á úrið mitt og sé að klukkan er hálffimm. Það er ofsarok og foráttu- rigning. Bíllinn veltur á fjöðrunum undan veðurálaginu og vatnið fossar niður rúðurnar vindmegin. Ég skríð úr svefnpokanum og opna dyrnar. Uti stendur Jón Geirsson fararstjóri, algallaður. Tjaldstæðið er yfir að líta eins og eftir loftárás. Tjöldin eru flest ýmist fokin eða brotin niður og fólk er um allt tjaldstæðið að bjarga eigum sínum og grýta niður tjöldin. Jón er búinn að vera úti góða stund að aðstoða farþegana okkar og nú þurfa þeir að komast í skjól fyrir óveðrinu. Ég fer aftur í að klæða mig og bíllinn fyllist af blautu og hröktu fólki. Ég hygg nú gott til glóðarinnar að nota olíumiðstöðina til að hita upp bílinn. En nú vill hún ekki fara í gang af einhverjum óþekktum ástæð- um. Ég verð því að setja vélina í gang til að reyna að fá einhvern hita í bílinn. Skömmu síðar er komið með 260 Heima er best
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.