Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1994, Síða 46

Heima er bezt - 01.07.1994, Síða 46
Marta S. Jónasdóttir frá Efri-Kvíhólma: 8. hluti. Lítil mús dregur í bú fyrir veturinn að var eitt haustið sem við vorum með vegavinnu- tjöldin við Sogsbrúna, að hundurinn í Alviðru fór að gera sig heirnakotninn og kom daglega í heim- sókn. Átli ég þá oftast eitthvað til að gel'a honum, en ég viidi helst ekki fá hann inn svo ég tók upp á því að láta detta út um glugga á bakhlið skúrsins ýmislegt inatar- kyns, sem til féll og hvutti kunni vel að meta. Svo var það einn morgun að ég stóð við gluggann og horfði út. Sá ég þá að svolítil mús var að bisa við að næla sér í smurða brauðsneið og átti fullt í fangi með að koma henni í holuna sína, sem var í þúfu þarna nálægt. En það tókst að lokum að smáhoppa með hana þangað og svo kom músin aftur til að sækja rneira og hefur víst þótt bera vel í veiði. Eftir þetta sá ég svo um að alltaf væri eitthvað þarna ætilegt og alltaf hvarf það. Eg gaf oft músum á þessunt árum sem ég var í tjaldbú- skapnum. Eitt vorið varð ég þess vör að mús var kontin í kartöflur úti í geymslutjaldi, svo að ég tók það ráð að gefa henni á bréfspjald í einu horni tjaldsins og það hvarf allt en músin snerti ekki neitt annað en það sem henni var skammtað. Svo var það haustið sem brú var sett á lækinn hjá Varmadal, að töluvert var umleikis því þarna unnu margir menn. Meðal annars var slátrað bæði folaldi og kvígu, svo að þarna skapaðist heilmikil matargerð, bæði kæfu og sláturs og var það æðimikil vinna. En ég var ekki ein í þessu því sá sem stjórnaði þarna, Sigurður Björnsson að nafni, lét piltana vinna að þessu á kvöldin svo að þetta gekk eins og í sögu. Svo var slátrið sett í sýru og bragðaðist vel. Einnig var soðin kæfa sem þótli afbragðsgóð og var oft gott á borðum þessar vikur, sem þarna var verið, en það var frá sláttulokum og fram í desember. Rétt við skúrdyrnar var lítill skúr, sem allur matur var 262 Heima er besi

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.