Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1994, Síða 47

Heima er bezt - 01.07.1994, Síða 47
geymdur í. Par voru margar hillur allt í kríng, svo að hægt var að raða hverju fyrir sig og því fljótt að grípa til hlutanna. En svo var það einn góðan veðurdag að mús sást í mat- arskúmum og nú voru góð ráð dýr - eða hvað? Mér datt strax í hug að reyna að gefa músinni og það ráð reyndist vel. Ég lét mat á undirskál, sem ég lét standa í cinu horni skúrsins. Sem sagt, ég skammtaði músinni daglega og það ráð hreif. Músin snerti ekki á neinu eftir það. Hún át bara sinn mat. Þetta var nú allur vandinn og þetta er mín reynsla. Skjalda Haust eitt keypti faðir minn kú á bæ einum í Austur- Landeyjum. Kýr þessi var gæðaleg að sjá, svartskjöldótt á lit og því kölluð Skjalda. Tíð var góð um þessar mundir og kýrnar því hafðar úti á daginn. En scnnilega hefur þess ekki verið gætt að koma með kúna að bænum með „réttu sjávarfalli," því dag einn sáum við að Skjalda tók á rás sömu leið og komið var með hana. Skjalda var nú ell og látin inn í fjós og sá ég þá ekki bctur en að hún væri að gráta. Við syst- kinin vorum þá beðin að fara til hennar og reyna að hugga hana. Það þurfti nú ekki að segja okkur það tvisvar. Við fórum upp í básinn til hennar, strukum henni, klöppuðum og gældum við hana og þetta endurtókum við dag eftir dag og virtist Skjalda kunna vel að meta þessi atlot. Þetta var rélta lækningin við óyndinu, því Skjaldtl reyndi aldrei að strjúka eftir þelta, þó hún væri úti með kúnum. Skjalda reyndist vcl. Þá urðu þrjár sálir fegnar Það var fyrir mörgum árum að kunningjakona mín, sem býr í þorpi einu á Suðurlandi, hitti mig á götu og bað mig að heimsækja sig og vera nótt. Ég þakkaði henni og sagðist mundi þiggja það fljótlega, en eitthvað dróst það nú samt að ég léti verða af því að þiggja þetta boð. Oft hef ég hugleilt það síðan að líklega hafi ég valið, eðarétt- ara sagt hitt á réttu stundina, því hefði ég farið fyrr hefði ég misst af því gullna tækifæri. scm mér gafst til að bjarga hrelldum og hrjáðum varnarlausum smælingja. Alltaf síðan er ég þakklát fyrir að hafa fengið þetta tæki- færi. Svo var það á sólfögrum sunnudegi að ég fór í þetta ferðalag, og ég hitti vel á því konan var ein heima. Krakkamir voru í afmælisboði og komu ekki heim fyrr en undir kvöld. Við höfðum því góðan tíma og næði til að rifja upp minningar frá Djúpuvík, cn þar höfðum við kynnst og unnið saman í tvö sumur. Það var því margs að mínnast og margt bar á góma, en það verður ekki rakið hér. Þar sem við sátum þarna í eldhúsinu við kaffidrykkju og spjall, tók ég eftir agnarlitlum hvolpi, sem þarna var á rjátli og var alltaf öðru hverju að reka upp óánægjubofs og var auðséð að hann var vansæll og að honum leiddist. Ég spurði hvernig á hvolpi þessum stæði og hver hann ætti, því mér fannst á konunni að henni kæmi hann ekkert við. Hún sagði að sonur hennar ælti hann, honum hef'ði verið gefinn hann í gær, en sér væri lítill greiði gerður með því, hún ætlaði sko ekki að fara að hafa hund á heimilinu. Það væri einn hlutur vís. En hver hafði brjóst í sér til að taka svona lítinn anga frá móðurinni og lleygja honum í ókunnan strák? Mig fór nú að gruna margt og spurði margs í sambandi við hvolpinn og varð margs vís- ari. Meðal annars þess að síðastliðna nótt hefði honum verið komið fyrir í húsi þar í grenndinni og þar var hann lokaður inni í þvottahúsi, þar sem hann gelti alla nóttina og því enginn svefnfriður þar. Þar með væri hvolpurinn útrækur þaðan trteð öllu. En hvað tæki nú við hugsaði ég. Ég hafði tekið með mér handavinnu, sem ég ætlaði að dunda við og vera ró- leg fram eftir morgundeginum, en satt að segja hafði ég nú fengið annað að hugsa og snerti ekki á saumadótinu. Ég var öll komin í uppnám. Ég var ákveðin að skerast í málið livað sem það kostaði. Eitthvað þurfti konan að bregða sér frá og bauð mér að leggja mig á meðan, því hún sagðist verða góða stund í burtu. Þegar hún var gengin út úr dyrunum tók ég hvolp- inn og lagðist með hann í fanginu undir lcppi inn á legu- bekk í stofunni. Varð ekki betur séð en að hann tæki þessum atlotum feginsamlega og held ég að við höfum bæði sofnað og hreyfði hann hvorki legg né lið meðan á lúrinu stóð. Svo kom konan og rétt seinna krakkarnir. Þá var nú úti Heima er best 263

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.