Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1994, Qupperneq 49

Heima er bezt - 01.07.1994, Qupperneq 49
Þcgar ég nálgaðist hæinn sá ég þar cnga hreyfingu. Ég knúði dyra en enginn ansaði. Þá bankaði ég á millihurð- ina og fann að hún var ólæst og viti mcnn! Þama var þá vesalings tíkin! Ég tók nú hvoipinn upp úr körfunni, kvaddi hann og rétti hann til móðurinnar og þá urðu þrjár sálir fegnar! Guð hafði bænheyrt mig nú eins og svo oft áður. Flotið á kyrhala yfir sundvatn Svo háttaði til á bænum Ökrum á Mýruni vestur, að þær gætir sjávarfalla og þar í landareigninni er gjá ein setn sjór fellur inn í um flóð. Nú bar svo til citt sinn fyrir mörgum árum að stúlka ein, sem sá um að sækja og reka kýmar þar á bæ, varð þess vör eitt kvöld þegar hún var að sækja kýrnar að eina kúna vantaði og var það kvíga sem komin var að burði. Stúlkan fór nú að leita kvígunnar og fann hana loks innst í gjánni þar sem hún var lögst, en stúlkan vissi að þar var kúnni bani búinn og rak hana upp með harðri hcndi. Með í för var hvolpur, lítil tík scm Drífa hét og gekk hún vel fram í því að koma kvígunni út úr gjánni og mátti það ekki tæpara standa, því byrjað var að falla inn í gjána og slapp stúlkan naumlega með kúna undan flóð- inu. En þá var eftir að kotnast yftr ána sem nú var orðin að sundvalni. Stúlkan rak nú kýrnar út í ána, greip um hal- ann á þeirri síðustu og henti sér út í ána og flaut þannig yfir. Heim kotn hún ekki með kýrnar fyrr en eftir mið- nætti. Seint var mjólkað það kvöldið, og vitanlega var ekki þurr þráður á stúlkunni. En það var nú ekkert óvana- legt að hún yrði að grípa til þessa ráðs, að halda sér í kýr- hala til að komast yfir ána þegar luin var orðin að sund- vatni. Ekki hugsa ég að það þýddi að bjóða þetta öllum. (Frásögn Guðríðar Eyjólfsdóttur, sem segir frá eigin reynslu). Rauða stjarnan Það mun hafa verið einhvern seinustu daga september- mánaðar 1980, sem ég sá rauðu stjörnuna. Ég var stödd í íbúð minni á Selfossi. Nánar tiltekið var ég inni í baðher- bergi þegar ég leit út um gluggann, sem snýr í norður. Sá ég þá rautt Ijós í norðausturátt, sem ég áleit að væri frá bíl eða vinnuvél einhverri og gat vcrið staðsett öðru hvoru ntegin við Hvítá eftir stefnunni að dæma. Mér varð starsýnt á þetta Ijós og furðaði mig á því hvað það hreyfðist lítið, ef það væri frá bíl eða vinnuvél. Ég hætti nú í bili að góna á þctta, settist inn í sófa mcð prjónana mína og sat þar góða stund. En einhver kitlandi forvitni rak mig þó til að líla út um gluggann einu sinni enn. Og viti mcnn, þá var rauða Ijósið ekki lengur á jörðu niðri heldur var það komiö upp fyrir sjónhringinn, þar sem himinn og jörð mætast. Nú var ég viss um að ljós þetta væri hvorki frá bíl eða vinnuvél. Þar sem ég star- blíndi á þetta furðuljós góða stund, sýndist mér það að- eins hreyfast og datt í hug flugvél, en furðaði mig mjög á því hvað hún færi hægt og miðaði lítið áfram. Hún virtist vera í einhverri órafjarlægð. Ég fór nú að hita kvöldkaffið. Enginn var hjá mér til að tala við eða sjá þetta með tnér. Ég drakk nú mitt kaffi og enn leit ég út um gluggann. Jú, þarna var rauða ljósið í sömu stefnu en hafði nú færst góðan spöl upp á himin- hvelið. Enn óx undrun mín því nú þóttist ég sjá hvað þetta var. Stjarna, en bara með öðrum lit en venjulegar stjörnur, hvernig svo sem í því liggur. Ég fór nú að bera þessa stjörnu saman við aðrar stjöm- ur sem ég sá nálægt en þær voru allar með stnum eðlilega lit, ýmist gular eða aðeins bláleitar. Svo var rauða stjarn- an ívið stærri en hinar og virtist eins og stækka og koma nær, eftir því sem nær dró miðnætti. Alltaf sá ég eftir því að hafa ekki vakað lengur þessa nótt, til að sjá þessa glórauðu fögru stjörnu svo lengi sem hægt var. En ég taldi víst að næsta dag kæmu í öllum fjölmiðlum fréttir og upplýsingar um þetta fyrirbæri. Ég fór því að hátta og sofa um miðnætti en vaknaði um kl. 2 og var þá rauða stjarnan hátt á lofti og fikraði sig hægt upp og suður á himininn. En ég, svefnpurkan, lagðist aft- ur á koddann og svaf nóttina út. Þar með var mér horfin þessi bjarta, fagra stjarna og hef ég ekki séð hana síðan eða til hennar spurst. Þar með held ég líka að enginn ann- ar cn ég hafi séð þetta fyrirbæri, hvernig sem því er varið. Það er ekki þagað yfir því sem öðruvísi er. enda þótt ég hafi þagað hingað til. En nú heli ég ákveðið að segja frá þessu því mér þótti þetla merkilegt fyrirbæri. ÍTTani Heima er best 265
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.