Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1994, Qupperneq 56

Heima er bezt - 01.07.1994, Qupperneq 56
einu lagi heldur en ef skoffínið hefði ekki haft nema einn. En mér finnst nú Hringur eiga skilið meira en þakklætið tómt fyrir annan eins dugnað, sem hann hefur sýnt í viður- eigninni við skoffínið og þar að auki bjargað okkur frá bráðum bana,“ sagði Einar um leið og hann tók hundinn og stakk honum undir hönd sína. „Enda skal hann nú ekki þurfa að ganga það sem eftir er leiðarinn- ar.“ Þegar þeir komu heim að Klömbrum var Þuríður búin að baka í fullt trog af lummum, sem hún ætl- aði að hafa í trúlofunargildi sonar síns. En þegar þeir sögðu tíðindin og hvert afreksverk hundurinn hefði sýnt, kom öllum saman um að snúa því upp í fagnaðarveislu Hring til heiðurs. Stóð veislan langt fram á nótt. Fékk Hringur allt það besta og lost- ætasta sem framreitt var en með því að öllum skepnum má ofbjóða „þraut Hring loks örendi,“ sem Þór forðum. Leysti Arni hann af hólmi. Barðist hann fast og lengi við lumm- ur og annað góðgæti en enginn má við margnum því hann féll að lokum við góðan orðstír. Voru þá allir fyrir löngu fallnir þegar hann hné í valinn, en kunnugir sögðu að kvöldbæn hans hefði verið sú, áður en hann féll í valinn, að hann fengi að fara í bón- orðsferð á hverjum degi, ef hún hefði slíkan endi. Ekki er þess getið að Árni færi aft- ur í bónorðsferð að Barði, enda var kassinn týndur með öllum brotunum. Hafði hann fokið í veðrinu, en sum- arið eftir kvörtuðu nágrannarnir und- an því að óvenjumikið væri af grá- leitum sandi í engjum sínum. Væru engjarnar nær því ósláandi sums staðar vegna hans. En þegar Einar frétti það sagði hann að þar mundu leirílátin hans Árna vera. „En seinka mun nú spengingunni héðan af,“ sagði hann. „Fyrst ná- grannar mínir voru svo frámunalega hirðulausir að tína ekki upp brotin, því ef allt hefði verið hirt, er ég viss um að eitthvað hefði mátt spengja af öllum þeim ósköpum.“ Snjókökkurinn Nú verðum vér að fara fljótt yfir sögu þessa til að þreyta lesendur vora ekki um of á liinu tilbreytinga- litla lífi Klambrafólksins. Að vísu höfum vér heyrt margar munnmæla- sögur um það frá tímabili þessu er vér sleppum hér úr sögu þessari. En vegna þess að þær virðast vera ýklar að meira eða minna leyti, þykir oss ekki hlýða að taka þær upp í sögu þessa. Látum vér þær því bíða þar til vér fáum betri sannanir fyrir trúverðug- leika þeirra og skrásetjum vér því ekki hér eftir fremur en hingað til annað en það sem vér höfum eftir áreiðanlegum heimildum eða óyggj- andi handritum. Því þar sem vér höf- um ekki verið sjálfir sjónar- eða heyrnarvottar að því er sagan greinir frá, fremur en flestir aðrir er sögur skrifa, viljum vér vera varkárir í val- inu. Að vísu búumst vér við að sagan þyki daufari og bragðminni fyrir það að sleppt er úr henni því ótrúlega og öllu því sem ævintýrablæ hefur. En það er eins og máltækið segir: „Að hverja sögu verður að segja eins og hún gengur.“ Tíu ár eru liðin síðan vér skildum við Klambrafólkið seinast. Tíu erfið og mæðusöm ár hjá þeim sem Itafa fátt af þessa heims þægindum að segja. En aftur á móti tíu stutl og björt ár hjá hinum, sem flestum þæg- indum og góðum lífskjörum áttu að fagna og töldu það sitt mesta böl hve tíminn leið skjótt, eins og þungur ár- straumur sem allt hrífur með sér. En þrátt fyrir það urðu þeir að ber- ast jafnt hinum fram í regindjúp lím- ans, þótt þeim hafi eflaust ekki l'und- ist fara meira fyrir þessum tíu árum, þegar þeir litu til baka en sem svarar einni málsgrein eða líu línum í bók. Viljum vér nú taka oss far með hin- um síðartöldu, því það á enda betur við efni sögu vorrar. Stígum vér þannig yfir þessi 10 ár með örfáum línum. Margt hefur nú breyst í Klömbrum frá því er vér komum þar síðast. Simbi smali var nú fyrir mörgum árum kominn undir græna torfu. Ein- ar og Þuríður voru bæði dáin fyrir ári síðan. Höfðu þau systkinin, Árni og Katrín, tekið við búinu eftir lát for- eldra sinna. Árni var raunar talinn fyrir, en Katrín bústýra hans því hann var ógiftur ennþá. Var hann nú orðinn stór og sterkur og hafði oft þurft að fá fylli sína, þótt hann æti mikið í samsæti Hrings forðum. En þau höfðu orðið afdrif Hrings að einu sinni hafði Árni haft hann með sér á rjúpnaveiðar. Hittist þá svo á að Árni sá rjúpu skammt frá sér, hlóð byssuna í flýti og hugðist hafa líf hennar. En þegar hann ætlaði að fara að miða sá hann að Hringur var sestur á milli sín og rjúpunnar og var að klóra sér með mestu spekt. Árna þótti alltof mikil fyrirhöfn að fara að færa sig úr stað, bjóst hann heldur ekki við að rjúpan biði sín á meðan. „Ég læt tlakka á hana í gegnum helv... hundinn,“ sagði hann. „Hring verður varla mikið meint við það. Honum hefur boðist brattara en þótt fáein högl færu allra snöggast í gegnum hann í áliggjandi nauðsyn.“ Að svo mæltu skaut hann en við skotið sló byssan hann í rot. Þegar hann raknaði við aftur sá hann að þjappinn stóð í gegnum Hring og hafði stungist upp að miðju í þúfu. „Enn hef ég skotið þjappanum,“ varð Árna að orði um leið og hann staulaðist þangað sem Hringur lá. Sá hann þá að hann var dauður. „Ekki skil ég hvað hefur getað drepið Hring svona fljótt, nema að það hafi verið þjappinn. Hann hefur líklega ekki þolað að hafa hann svona í gegnum sig allan tímann á meðan ég lá í rotinu,“ sagði Árni um leið og hann tók hundinn á herðar sér og hélt heim. Ekki kvaðst Einar geta ásakað Árna fyrir það þótt hann hefði ætlað 272 Heima er best
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.