Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1994, Side 57

Heima er bezt - 01.07.1994, Side 57
að skjóta rjúpuna í gegnum hundinn. „Hann hefði ekki einu sinni verið búinn að líta við þegar höglin hefðu komið út um hann hinum megin. En ég er alveg hissa að annar eins hund- ur og Hringur var, skyldi ekki þola þjappaskrattann, svona örmjótt prik. Það lítur út fyrir að hann hafi verið feigur, vesalingurinn,“ sagði Einar. Arni bjó ógiftur og hafði systur sína fyrir bústýru, eins og að framan er sagt. Er það þó sjaldgæft með bændur að þeir búi lengi konulausir, en Arni var engin hetja í ástamálum. Raunar hafði hann beðið fáeinar stúlkur að eiga sig en jafnan fengið nei á nei ofan, hvert öðru stærra. Þegar hann nú sat heima með bilað bakið, sárt enni og sollið brjóst, var ekki að undra þótt hann nagaði sig í neglurnar út af óförum sínum og léti hugann fljúga upp og ofan í höfðinu, eins og randaflugu, sem er að skyggnast eftir hægu sæti á fífilkolli á sólbjörtum sumardegi. Þannig sat hann kvöld eitt í janúar- mánuði í herbergi sínu í Klömbrum og reykti í ákafa. Þegar hann hafði setið svona um stund teygði hann úr sér dapur í bragði og sagði við sjálf- an sig: „Eg veit ekki hvar þetta lendir fyr- ir mér. Eg má ekki einu sinni horfa á stúlkurnar, því það er eins og við manninn mælt að þær kalla mig þá aldrei annað en Gísla, Eirík og Helga og flissa svo eins og þær séu vitlaus- ar og það þykir mér þó verst af öllu, bölvað flissið. Eg vildi aðeins að ég hefði ein- hvern til að senda til þeirra. Þá kæm- ist ég hjá að heyra í þeim bölvað hví- ið, þótt þær kynnu að brosa. En einni stúlku hef ég þó augastað á, henni Stínu á Þúfu. Hún sagði nú reyndar seinast, þegar ég nefndi það, að vera ekki að þessari vitleysu, en livað er að marka það. Hún hló þó hvergi nærri eins óskaplega eins og sumar aðrar, sem ég hef nefnt það við. Ekki fellur tré við fyrsta högg, en nú má ég engan tíma missa úr þessu, það getur annar skratti komið og tekið hana frá mér. Sjálfsagt verður fyrir mig að reyna það á morgun og heppni er það að ég á dálítið á kútn- um, því eitthvað þarf ég að hafa til að taka úr mér feimnina. Eg þarf að vera sætkenndur á meðan ég er að tala við hana.“ Lagði hann nú niður í huga sínum um kvöldið hvernig hann skyldi haga orðum sínum daginn eftir. Að svo mæltu gekk hann að sofa. Arni var snemma á fótum næsta morgun og um fullbirtuna sást hann staulast með staf í hendi suður túnið í Klömbrum. Hann var allgildvaxinn Stóð veislan langt fram á nótt. Fékk Hringur allt það besta og lostætasta sem framreitt var en með því að öllum skepnum má ofbjóða „þraut Hring loks örendi,“ sem Þór forðum. Leysti Árni hann af hólmi. Barðist hann fast og lengi við lummur og annað góðgæti en enginn má við margnum því hann féll að lokum við góðan orðstír. um brjóstið hægra megin, sem get- spakir menn hefðu sagt að stafaði af flösku, sem hann hefði í brjóstvasan- um. Það hafði dyngt niður frost- leysusnjó miklum um nóttina en undir honum lá skammdegisgaddur- inn eins og ísköld marmarahella. Þrammaði Arni sterklega snjóinn sem lcið lá að Þúfu. Var það alllöng bæjarleið, en þegar hann var kominn næstum á miðja leið, tók hann að dæsa og stynja þungan. Greip hann þá til flöskunnar og fékk sér vænan teyg til hressingar. „Svo vill hún sjálfsagt að ég fari strax til prestsins til að láta hann lýsa með okkur. Það verður skemmtilegt eða hitt þó heldur að fara að kjaga þangað í þessari ófærð, kannski strax á morgun. Eg held ég hefði átt að láta bíða að biðja hennar, þangað til að tíðin batnaði. Því hver hefði svo sem farið að hlaupa í kapp við mig í þessari ótíð þegar heitir ekki að hægt sé að komast bæja á milli. Svo vill hún sjálfsagt láta halda veislu og veislukostinn verð ég að sækja út á Eyri. Það er naumast að ég hef nokkuð fyrir þessu bölvuðu flani í mér. Fyrst að fara til prestsins og svo út á Eyri. Eg er Ijóta flónið.“ Arni var nú farinn að líta til baka. Var nú efst í huga hans að hætta við allt saman og snúa heim aftur en þó hætti hann við það. „Best er að halda áfram héðan af,“ sagði hann. „Eg er nú langt kominn með þetta lífsins lyf úr flöskunni og best er fyrir mig að afljúka erindinu á meðan það er að verka.“ Honum þótti ærið þungfært fram með hlíðinni svo hann var að smá- staldra við til að hvíla sig og fá sér í staupinu. Alll í einu hugkvæmdist honum að hægara væri að ganga fram hlíðina hærra uppi, því þar væri ófærðin minni. „Svona er blessað brennivínið,“ sagði hann ánægjulegur, „það leiðir mann ætíð á þá beinustu braut að takmarkinu." Fór hann þá að pjakka upp í hlíð- ina og var göngulagið ekki sem lið- legast, því höfuðið var orðið undar- lega þungt. Var það álengdar að sjá líkasl blýkúlu sem sæti á milli herða honum og reyndi alltaf að velta út af hálsi hans á allar hliðar. „Það vildi ég að bölvaður hausinn vildi hanga kyrr á mér þangað til ég veit erindislokin," tautaði Árni fyrir munni sér í hálfillu skapi. Hann var sem sé farinn að finna að hann átti örðugt með að standa sökum óþægi- legs höfuðdrunga. Segir nú ekki af ferð hans fyrr en Heima er best 273

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.