Æskan - 01.11.1968, Page 4
★ ☆ ★ ☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★'☆★☆★☆★☆★
▼ öngu áður cn kiistni barst til
Norðurlanda voru jól haldin
hátíðleg. Jólaveizlur og jólaboð er oft
talað um í heiðni.
Eftir fornum sögum hafa jól oftast
byrjað um vetrarsólhvörf og staðið
ýmist í 8, 10 eða 20 daga. Gleðskapur
var oft mikill og sennilega í meira lagi
hávaðasamt. Jólin voru líka stærsta
hátíð ársins. Þá voru drykkjur miklar
og kjötát, goðin blótuð, drukkin full
þeirra, strengd heit og alls konar fagn-
aður í algleymingi.
Enn eru jólin mesta hátíð ársins,
og enn sem áður eru þau gleðihátíð,
þó að af öðrum ástæðum sé en í
heiðni.
Ýmiss konar siðir, trú, hjátrú og
hindurvitni hafa fylgt jólunum ’frá
fornu fari, margt hefur haldizt, þótt
kristni kæmist á, og helzt enn þann
dag í dag að einhverju leyti. Jafnvel
trúin á kynjaverur er eigi með öllu
útdauð, mun skammdegismyrkrið eiga
mesta sök á því.
Á jólunum er fagurt um að litast.
Allt er sópað og prýtt, allir eru í sín-
um beztu klæðum. Það var siður, að
alls staðar voru sett ljós í hvern aíkima
um allan bæinn, svo að hvergi skyldi
bera skugga á. Þessi ljós voru látin
loga alla jólanóttina.
Þótt mikil glaðværð sé um jólin og
spil og ýmiss konar leikir hafi þá tíðk-
azt, hefur það ávalltþóttósæmilegt, að
hafa mikinn gáska og glaðværð á sjálfa
jólanóttina. Þá er sem einhver ólýsan-
leg og óendanleg helgi hafi gagntekið
allt. Jólanóttin er því kölluð „nóttin
helga,“ svo sem hún ein sé heilög
framar öllum öðrum helgum nóttum.
Um miðnætti var helgin mest, því að
þá ætluðu menn, að frelsarinn væri
fæddur. Trúðu menn þvi, að þá yrðu
ótal tákn og stórmerki. Þá fengju mál-
laus dýrin mál. Þá losnaði allt úr fjötr-
um, yrði lifandi, fagnaði og gleddist.
Á einu augnabliki breyttist þá allt
vatn í vín. Þá risu hinir dauðu upp
úr gröfum sínum og kæmu saman í
kirkjunni og héldu þar guðsþjónustu.
Á jólanóttina yrðu selirnir að mönn-
um, svo sem þeir hefðu verið upphaf-
lega, því að jreir væru allir komnir af
Faraó og liði hans, er orðið hefði að
selum í hafinu rauða.
Menn trúðu því, eða trúa, að á jóla-
nótt séu alls konar vættir á ferðinni,
illar og góðar. Ein af þeim er „jóla-
kötturinn." Hann gerir engum rnein,
sem fær einhverja nýja flík fyrir jólin,
en hinir „fara í jólaköttinn,“ en það
er í því fólgið, að jólakötturinn tekur
þá.
Á jólanóttina segja menn jólasveina
koma ofan af fjöllunum. Þeir eru
ýmist taldir 13 eða 9. Þeir vilja fá
sinn skerf af jólamatnum og öðru því,
sem til fagnaðar er haft. Kertasníkir
ví 11 fá kerli, Kjötkrókur vill fá kjöt,
Pottasleikir vill fá að sleikja innan
potta o. s. frv. Þá er huldufólkið að
sögn á ferðinni. Það fer inn i bæina
og heldur þar dansa og veizlur. Þarf
margs að gæta til þess að styggja ekki
huldufólkið, því að Jrað er illt viður-
eignar, ef Jrví mislíkar. Það var því
ekkert gaman að vera einn heima á
jólanóttina í gamla daga, eins og þjóð-
sögur lierma, þegar annað fólk var
farið til tíða. Margt var gert til þess
að fagna huldufólkinu sem bezt og
forðast reiði þess. Húsbóndi eða hús-
móðir gekk þrisvar sinnum sólarsinnis
kringum bæinn og bauð huldufólkinu
heim með Jressum orðum:
„Komi Jreir, sem koma vilja, veri
Jreir sem vera vilja, og fari þeir, sem
fara vilja, mér og mínum að meina-
lausu.“ Þegar huldufólkið kom og sá,
að allt var þvegið og hreint og allur
bærinn svo vel lýstur, að hvergi bar
skugga á, Jxí hýrnaði yfir Jjví, og þá
sagði það: „Hér er bjart og hér er
hreint og hér er gott að leika sér.“ En
ef öðruvísi var, kvað við annan tón og
mátti Jrá búast við einhverju illu af
því. Oft gerði unga fólkið í sveitunum
sér Jrað til gamans, að búa sér til jóla-
sveina og jólameyjar. Frá því með
jólaföstu, Jtrem vikum fyrir jól, og til
jóla var nafn hvers eins, sem að garði
bar, skrifað á blað. Á jóladag var mið-
unum skipt, drógu svo piltarnir um
stúlkurnar, en stúlkurnar drógu um
piltana, sem komið höfðu.
Gömul sögn segir frá því, að á bæ
einum, þar sem Jretta var gert, hafi
svo borið við snemma á jólaföstu, að
bóndadóttir kom í baðstofu og spurði
fólkið, hvort það hefði skrifað mann-
inn, sem gekk í bæinn þegar hún var
úti að breiða upp þvottinn.
Fólkið sagði, að enginn hefði Jrar
komið, en hún stóð fast á því, að hún
432