Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1968, Side 15

Æskan - 01.11.1968, Side 15
1. Pétur litli hefur lokiö við að búa til myndarlegan snjókarl, og stendur nú á kassa meðan hann setur stóra gulrót í stað- inn fyrir nef á meistaraverk sitt. — 2. Þegar Pétur litli kemur inn í stofuna, heyrir hann að sagt er f veðurfregnum, sem einmitt þessa stundina eru lesnar upp í útvarpið: „Kólnandi veður og mikið frost í nótt“. Pétur litli stanzar við og hlustar, og segir svo um leið og hann fer aftur í frakkann: ,,Þá er mér ekki til setunnar boðið, og betra að byrja sem fyrst.“ — 3. Pétur litli er svo ungur og heldur að nú verði snjókarlinum kalt. Hann ræðst í það að baksa honum inn í húsið. — 4. Ekki nemur Pétur litli staðar með snjókarlinn fyrr en hann hefur komið honum fyrir við skíðlogandi arininn. Pabbi hans tekur ekki eftir neinu og sezt í stólinn með kvöldblaðið sitt. — 5. Loks rennur Ijós upp fyrir Pétri litia, að líklega liði snjókarlinum bezt úti í frostinu. Pabbi hans vaknar við vondan draum, þar sem hann er farinn að vökna heldur betur í fæt- urna, og heldur í fyrstu að vatnsrör hafi sprungið. — 6. Pípulagningamaðurinn er kvaddur á vettvang, og þegar þeir pabbi og pípulagningamaðurinn koma inn í stofuna sjá þeir fljótt hvað um er að vera. Snjókarl- inn hans Péturs litla hafði bráðnað í hitan- um og myndað allt þetta vatnsflóð í stof- unni. Pétur litli var svo mikill kjáni, að vita ekki að snjókörlum líður bezt í frosti. krans úr baldursbrám lianda honum til að hafa urn hálsinn þegar hátíð var. Enginn úlfur í veröldinni átti betri daga eða var hamingjusamari. Þegar þessi breyting til batnaðar var orðin á högurn borgarbúa, þeir gátu sofið í friði á nóttunni, skógarhöggs- mennirnir voru óhræddir við vinnu sína og gátu höggvið trén, barnakennarinn var ekki nærri eins grobbinn og áður og meira að segja hann fyrirgaf úlfinum, þó hann hefði gert hann að athlægi, hélt Frans leiðar sinnar. Allir í borginni voru glaðari og betri en áður en hann kom. Hann hélt áfram að ferðast um Norður-Ítalíu og kenndi bæði mönnum og dýrum að vera góð. Það er sagt að enginn maður hafi verið líkari Kristi en hann, og þegar hann dó var hann gerður að dýrðlingi og kallaður heilagi Frans. Ennþá eru þeir margir, sem biðja til hans, ef þeini liggur eitthvað á hjarta, því jafngóður maður og Frans lilýtur að vera nærri Guði í himnaríki og getur því skilað til hans smáræði, sem lítil manneskja kemur sér ekki að því að segja við svo háttsetta persónu. Vilborg Dagbjartsdóttir endursagði. 443

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.