Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1968, Page 25

Æskan - 01.11.1968, Page 25
3. Herbergi ömmu. (Rúm í horni. Amma er úti. Heyr- ist barið á dyr. Það er úlfurinn. — Hann gægist inn.) Úlfurinn: Hér er þá enginn heima. Það er gott, að amma er úti. Nú verð ég að flýta mér. Ég verð sarnt að hugsa mig vel um. Hér er þá nátthúf- an hennar. (Setur hana upp). Nú ætla ég að flýta mér upp í rúnr og láta sem ég steinsofi. (Hann gerir það. Rauð- hetta kemur og ber að dyrum.) Úlfurinn (líkir eftir málrómi ömmu); Er það Rauðhetta litla? Blessað barnið. Lyftu lokunni, þá kemst þú inn. Ó, og þú ert þá með körfu handa mér. Láttu liana hérna fast hjá mér. Vertu ekki hrædd við ömmu þína, blessað barnið. Rauðhetta: En hvað eyrun þín eru löng, amma mín. Úlfurinn: Já, því betur heyri ég til þín, telpa mín. Rauðhetta: Og svo eru augun í þér svo voða stór. Úlfurinn: Það er til þess, að ég sjái þig betur, barnið mitt. Rauðhetta: Tennurnar í þér hafa vaxið, þær eru miklu stærri en þær hafa nokkurn tíma verið. Úlfurinn: Það er til þess að mér gangi betur að borða. (Úlfurinn stekkur fram úr rúminu. Rauðhetta flýr frant í eldlrús. Úlfurinn ruslar í körfunni og Itendir bögglunum sitt á hvað). Úlfurinn: Ekki vil ég kaffið, og ekki sykurinn, en hvar er kjötið? Þrösturinn (heyrist syngja úti í skóginum); Komdu fljótt, komdu fljótt, annars gerir úlfurinn af sér eitthvað ljótt. Úlfurinn: Hvað er fuglinn að skipta sér af þessu. Ég vona bara, að skógarvörðurinn liafi ekki heyrt til hans (gægist út). Jú, þarita kemur hann, og er með stóru öxina, sem hann heggur trén með. (Hann felur sig bak við hurðina, en skógarvörður kemur inn.) Skógaruörðurinn: Það vantaði nú bara, að úlfurinn væri korninn hing- að inn. Rauðhetta (kemur úr eldhúsinu); Þarna er hann, bak við hurðina. (Úlf- urinn skýzt út. Skógarvörðurinn kast- ar öxinni á eítir honum. Rauðhetta hleypur út í dyrnar og lítur út.) Rauðhetta: Ég held að þú hafir liitt hann. Ekki þurfum við að ótt- ast ltann framar. Hann hættir sér ekki hingað oftar. En hver kemur þarna? Ó, það er húri ainma. Ég var orðin svo hrædd um, að úlfurinn hefði tekið hana. Amma (kemur inn með tvær vin- konur sínar); Sæl og blessuð, Rauð- hetta litla. Önnur vinkonan: Ég sá úlfinn koma þjótandi. Hin vinkonan: Hann hljóp alveg eins og eldibrandur og einhver drusla hékk á eyranu á honum. Rauðhetta: Já, það var nátthúfan hennar ömmu. Amma: Það var nú skaði. Ég var nýbúin að kaupa hana fyrir eina krónu og sjötíu og firnrn aura. En þetta gerði nú minnst til. Það var annars mikil blessuð heppni, að ótæt- is úlfurinn gerði okkur ekkert mein. Rauðhetta: Mamma bað að heilsa þér og bað mig að fá þér þessa körfu. Amma: Og blessunin. En livað það var fallegt af henni að senda mér allt þetta. Nú skultim við fá okkur reglu- lega góðan kvöldmat. Tjaldið. Sjóveikur. Skoti var á ferð á milli hafna og var sjóveikur. Kunni hann engin ráð til að lina sóttina. Hann vék sér að skipstjóranum og spurði hann ráða. Skipstjór- inn ltunni gott ráð. Hann gaf Skotanum einn shilling og sagði honum að hafa hann uppi í sér. Eftir þetta lœknaðist Skotinu af sjóveikinni. i 453

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.