Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1968, Side 27

Æskan - 01.11.1968, Side 27
Spilagaldur. Taktu þér tíu spil, til dæmis eingöngu lijörtu frá ás og upp í tíu og legðu þau í liring, eins og sýnt er á myndinni, en með þeim mismun að þau eiga að liggja á grúfu. Þú setur á þig hvar ásinn er og gætir þess að spilin liggi í réttri röð. Nú bið- ur þú einhvern viðstaddan að hugsa sér einhverja tölu, en ekki má liún vera hærri en tíu og benda um leið á eitt spilið í hringnum. Hugsum okkur nú að hann hafi hugsað sér töiuna þrjá og að hann hafi bent á spilið, sem þú veizt að er hjartafimm. Nú leggur þú tiu við þessa tölu, það verða 15, og biður svo þann, sem hugsað hefur töluna, að telja þangað til hann er kominn í 15, en byrja með tölunni, sem hann hefur hugsað sér. Þér finnst ]>etta kannski torskilið, en við skulum taka dæmi. í þessu til- felli tclur hann þrjá á lijarta- fimm, 4 á hjartafjarka, 5 á hjartaþrist o. s. frv. þangað til hann kemur að spilinu 15 og snýr því upp. Það eru 3, eða einmitt talan sem hann hefur hugsað sér. Ég er viss um, að allir verða forviða á þessum spilagaldri. +—---------------------* tættur, svo ekki var sjón að sjá bláar tætlurnar, sem eftir voru hangandi á honum. Hann sagði að risinn hefði blásið svo á sig að hann botnveltist niður allt Burstarfjall og varð svona útleikinn. „Það var leiðinlegt, en þú gazt svo ekkert,“ sagði kóngurinn glaðlega. „Næsti umsækjandi.“ Næsti prinsinn var í brynju. Það var þó skárra, en hann varð að snúa við, alveg yfirbugaður, því risinn kleip hann svo fast og íleygði honum ofan í Þrengslin. Þegar prinsinn hafði skriðið upp, var hann alveg orðinn kjarklaus og áræddi ekki í aðra för. „Hver er næstur, hva-hvað er þetta, ætla ekki fleiri að reyna?“ sagði kóngurinn. „Enginn prins,“ sagði læknirinn. „Nú hefur enginn prins lengur kjark til að reyna, en hér er piltur sem er tilbúinn. Hann heitir Joris.“ „Joris er hressilegt nafn, þegar dreki er annars vegar. Komdu hingað Joris. Hefurðu sverð?“ sagði kóngurinn. „Nei, yðar hátign,“ sagði pilturinn. „En kannski spjót?“ „Nei, yðar hátign.“ „Hvað hefurðu þá?“ Joris sneri við öllum vösum sínum og sagði: „Græna krít. Ég var að leika mér að henni, rétt af tilviljun. Annað hef ég ekki.“ „Á ég að gefa þér alvæpni?“ spurði kóngurinn. „Nei, nei,“ sagði Joris. „Ég fer bara svona. Ég er líka alveg óvanur vopna- burði.“ „Jæja, mér finnst þetta teflt á tvær hættur,“ sagði kóngurinn. „En þú ræður sjálfur, ekki vil ég halda aftur af þér. Farðu vel, Joris.“ Svo fór pilturinn gangandi einn síns liðs, upp að Burstarfjalli. Það var erfitt að klifra gegnum stingandi kjarrið, en þó tókst honum að komast sprengmóður upp eftir nokkurra stunda gang og stóð nú áður en varði frammi fyrir berum fótleggjum risans, sem var að reyta garðinn sinn. „Aha,“ sagði risinn um leið og hann greip Joris milli þumal- og vísi- fingurs. „Hér er númer þrjú. Komstu til að frelsa prinsessuna, vesældar ormurinn?” Nei, alls ekki, ég villtist bara og lief enga luigmynd um prinsessur," sagði Joris. „Ekki það?“ sagði risinn og settist með Joris á hné sér, en hélt honum samt fast á meðan. „Hér geturðu séð prinsessuna sitja við turnglúggann. Og sérðu drekann?" „Já, ég sé hann,“ sagði Joris. „En klíptu mig ekki svona fast. Ég á svo erfitt með að tala þegar ég er svona klemmdur milli tveggja fingra." „Ha, ha,“ hló í risanum, sem linaði heldur á takinu. „Hvað á ég að gera við þig nú? Ég get fleygt þér niður, en það er nú ekkert skemmtilegt." „Sjálfsagt er það ekki skemmtilegt," sagði Joris. „Ég mundi geta soðið þig saman við kálið í kvöld,“ sagði risinn. „Bíddu við, ég á hérna gamalt fuglabúr, ég læt þig í það fyrst um sinn.“ Hann lét Joris inn í búrið og sveiflaði því fram og aftur. Svo rak hann upp skellihlátur. Joris hló með honum og sagði: „Ha, ha, en hvað maður getur hlegið! Til allrar hamingju er það helber uppspuni, þetta sem allir segja.“ „Hverjir?" spurði risinn. „Mennirnir niðri, þeir segja að þú sért búinn að vera veikur í langan tíma,“ sagði Joris. 455

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.