Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1968, Page 34

Æskan - 01.11.1968, Page 34
STEINUNN KARLSDÓTTIR: 1. KAFLI. að var júníbyrjun. Sólin sendi geisla sína út yfir Reykjavíkurborg. Sumir vegfarendur óskuðu þess jafnvel að það færi að rigna, til þess að losna við allt rykið af götum borgarinnar. Margir lögðu leið sína niður að Tjörn, þar sem endurnar kvökuðu glaðlega með unga- hópinn sinn, og svanirnir syntu hnarreistir. Vorboðinn Ijúfi, heiðlóan, var fyrir löngu komin og það voru fáir, sem ekki fögnuðu komu hennar. Eftir einni af aðalgötum borgarinnar ók bifreið, og gátu víst margir bílstjórar öfundað manninn, sem átti hana. í þessum glæsilega bíl sat kona og ung stúlka, sem auðsjáanlega var dóttir konunnar. Konan var taugaóstyrk og skipaði ökumanninum sífellt að auka hraðann. Hún var hávaxin, prúðbúin kona á fertugsaldri, í dökkri ull- arkápu og með rauðan hatt á höfði. Dóttirin var hávaxin, alveg eins og móðir hennar, klædd samkvæmt nýjustu tízku, með dökkt hár og dökk, tindrandi augu. Hún reyndi stöðugt að sefa móður sína. Þær voru á leiðinni til flugvallarins, því dóttirin, sem var 16 ára og heitir Stína, var að fara til Englands til enskunáms. Móðir hennar hafði fengið henni samastað hjá skyldfólki sínu í Lundúnum. Nú voru þær næstum komnar til flugvallarins. „Stína, viltu rétta mér töskuna mína,“ sagði móðirin. Stína rétti henni töskuna og fór síðan að horfa út um bílgluggann. Henni fannst óralangur tími síðan í gær, að hún var að setja niður farangurinn. Hún velti því fyrir sér hvernig þetta nýja heimili hennar kæmi til með að líta út, og hún vonaði að hún kynni vel við sig þar. O-jæja, þetta myndi allt skýrast þegar hún kæmi til Lundúna. Hún efaðist heldur ekkert um það eftir frásögnum móður sinnar af samskiptum sínum við fjöl- skylduna að dæma. Hún hugsaði með söknuði til þess, að nú fengi hún hvorki að sjá móður sína né föður í þrjá mánuði. Henni fannst líka leiðinlegt að faðir hennar gat ekki komið með að kveðja hana, því hann er læknir og læknar geta ekki alltaf ákveðið sinn fritíma. „Stína, ætlar þú að verða eftir í bílnum?" kallaði móðir hennar. „Nei, nei, ég er að koma,“ sagði Stína urn leið og hún hrökk upp úr hugleiðingum sínum og staulaðist út úr bílnum. Frúin lét ökumanninn taka farangurinn. Síðan gengu þær inn í flugafgreiðsluna. Móðir Stínu fór með öku- manninum þangað sem vega átti farangurinn, en Stína settist á einn stólinn í biðsalnum. Eftir stutta stund kom móðir hennar aftur og settist hjá henni. „Hérna er farseðillinn þinn. Þú lætur fluglreyjuna hafa hann þegar þú ferð upp í vélina," sagði hún og rétti Stínu seðilinn. Stína skoðaði miðann vandlega. Hún hafði aldrei flogið áður og ekki var laust við að það setti að henni dálítinn beyg. „Heyrðu mamma, sagðir þú ekki að hjónin, sem ég fer til, ættu tvær dætur? Hvað eru þær gamlar?“ „Ég man það nú ekki nákvæmlega, en ég held að þær séu eitthvað á aldur við þig.“ „Ó, en hve það er gott. Þá geta þær sýnt mér borgina," sagði Stína og hló ánægjulega. Þær sátu þarna í hálftíma og skröfuðu saman. Stína skrapp í sælgætisbarinn og fékk sér öl. Hún var rétt að renna niður seinasta sopanum þegar flugfreyja kallaði í hátalarann: „Farþegar til Lundúna gjöri svo vel að ganga um borð í vélina Hrímfaxa. Góða ferð og góða lendingu." Þetta endurtók hún síðan á ensku og dönsku. Stína flýtti sér til móður sinnar. „Jæja, Stína mín. Nú þarftu að fara. Mundu nú eftir að skila beztu kveðjum til hennar frænku þinnar. Hugs- aðu vel um námið og gangi þér vel. Vertu bless, elskan, og gættu vel að þér.“ „Vertu sæl, mamma mín, og skilaðu hjartans kveðju til pabba.“ Stína kyssti móður sína á kinnina og gekk síðan út á flugvöllinn ásamt hinum farþegunum. Henni var hjálpað upp í vélina og hún fékk sér sæti framarlega við glugga. Sessunaut hafði hún engan, svo hún lét fara vel um sig og lét töskuna, sem hún var með, í sætið við hliðina. 462

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.