Æskan - 01.11.1968, Blaðsíða 37
Bee Gees.
The Bee Gees er áströlsk hljómsveit, sem er nú
tvímælalaust í hópi hinna vinsælustu í heiminum í
dag. Þeir félagar semja sjálfir lög sín, og hafa hljóm-
plötur þeirra selzt í milljónum eintaka um allan heim.
Á síðastliðnu sumri ferðuðust þeir um 25 stórborgir
Bandaríkjanna og lög þeirra hafa skipað fyrsta sæti
á vinsældalista margra landa svo vikum skiptir. Nú
stendur hljómsveitin í því að framleiða sína fyrstu
kvikmynd, en hugmyndina að handritinu eiga bræð-
urnir þrír í hljómsveitinni, Barry, Robin og Maurice,
en þeir semja líka alla hljómlist, sem hljómsveitin
flytur á hljómplötum. Þeir Robin og Maurice Gibb eru
tvíburar, fæddir 22. desember 1949 í Manchester í
Englandi, Barry Gibb er fæddur 1. september 1947 í
Douglas, Englandi, Colin Petersen er fæddur 24. marz
1948 í Kinearoy, Ástralíu, og Vince Melouney er fædd-
ur 18. ágúst 1945 í Sidney, Ástralíu. Umboðsmaður
hljómsveitarinnar er faðir bræðranna, Hugh Gibb. —
Á myndinni, frá vinstri: Vince Melouney, Maurice Gibb,
Robin Gibb, Colin Petersen og Barry Gibb.
allt í einu komin úr hitanum í Reykjavík í kuldann í
London.
l>að var heldur þegjandalegt í bílnum, en skyndilega
rauf Stína þögnina. Hún mundi allt í einu eftir nokkru,
sem gleymzt hafði.
„Frænka, ég átti að skila kveðju frá mömmu."
„Já, þakka þér fyrir, hvernig hefur hún það, er hún
ekki við góða heilsu?“
„Það líður öllum vel heima, þakka þér fyrir,“ sagði
Stína.
„Það var gott að heyra,“ sagði frænka hennar.
Nú varð aftur þögn í bílnum. Stína fór að horfa út
um gluggann. Þar var margt að sjá. Umferðin var alveg
gífurleg. Stórir og litlir bílar þutu fram og aftur og það
var merkilegt að þeir skyldu ekki rekast hver á annan.
Tvisvar lenti bíllinn þeirra í umferðarteppu, en það
greiddist úr flækjunni fyrr en varði og áfram var hald-
ið um margar götur og yfir mörg torg. Loks ók bíllinn
inn í eina af kyrrlátari göturn borgarinnar. Þar stað-
næmdist hann fyrir framan stórt, grátt steinhús með
stórum svölum á framhliðinni. Umhverfis húsið var stór
garður og hinn glæsilegasti að því er Stínu fannst. Há
tré, runnagöng, og allt var fullt af blómum. Enginn arfi,
ekkert illgresi eða slíkur óþverri. Það eina, sem virtist
vanta, voru fuglar til að syngja í trjánum, hugsaði Stína
er hún gekk eftir stígnum heim að húsinu.
Frænka opnaði dyrnar og þær gengu inn í bjartan gang.
„Jæja, nú er eftir að sjá hvernig þú kannt við þig hérna,“
sagði frænka hennar.
„Ég er viss um að ég kann vel við mig,“ svaraði Stína.
„Gott. Þú byrjar í skólanum eftir tvo daga og verður
eftir hádegi, frá klukkan eitt til tvö. Hann er hérna rétt
hjá, en við getum rætt um það seinna. Húsinu hér er
lokað klukkan hálftólf og J)ú verður að vera komin inn
fyrir þann tíma. Nína!“ kallaði liún svo. Lítil þerna birt-
ist samstundis. „Nína, sýndu henni herbergið sitt.“ Svo
465