Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1968, Síða 40

Æskan - 01.11.1968, Síða 40
INGIBJÖRG ÞORBERGS: „Gítarinn minn“. Þegar húsmæðurnar keppast viö að baka smákökur og annað góðgæti, — þegar þær gera húsin hrein, hátt og lágt, sauma og kaupa föt á börnin, vitum við, að þær eru komnar í jólaskap. Smám saman setja borgir og bæir upp jólasvip. Einhver unaðs- leg spenna ríkir í loftinu. Allir, sem geta, eru á þönum fram og aftur. Það er eins og allt lifni. Umferð eykst. Ungir og gamlir leita að jólagjöfum, smáum sem stórum. Ljós í öllum regnbog- ans litum og margs konar skreytingar veita okkur mikla gleði. Allt er gert til að skapa hátíðlegan blæ. Jólalögin taka að hljóma, gömul og ný. Þetta styttir mjög skammdegið. Fyrr en varir er dag- urinn aftur farinn að lengjast. Þó að mörgum finnist heldur mikið umstang kringum jóla- hátíðina, er ekki hægt að neita því, að það er dásamlegt fyrir okkur hér á norðurhveli jarðar, að hún skuli einmitt vera haldin á þessum tíma árs. Langir og leiðir væru jólalausir vetur. Og leitt væri að þekkja ekki þetta sérstaka „jólaskap". [ öllum gleðilátunum megum við þó ekki gleyma, hvers vegna við höldum jólin hátíðleg. — En, við teljumst vera kristin þjóð, svo að sjálfsagt gleymum við þvl ekki! Sjálfri finnst mér, að við mættum hugsa svolítið meira um það. Hvað sem því líður, þá syngjum við öll „Heims um ból“, þann jólasálm, er flestir jarðarbúar syngja á jólunum. Og þið, sem eitthvað spilið á gítar, getið ekki verið þekkt fyrir að kunna ekki að spila þennan helzta sálm jól- anna! Ég læt ykkur hafa grip við hann, og þið reynið svo að spila hann í A-dúr, eins og sýnt er hér að neðan. Enn er verið að biðja mig um texta við lög úr kvikmyndinni „Tónaflóð", og hér kemur sá síðasti. Þið fáið nú Ijóð við titillag myndarinnar „The Sound of Music“, sem ég kalla „Hljómtöfra- regn“. i því lagi koma fyrir margir nýir hljómar, sem ég læt fylgja teikningar af (sjá bl. 469). Þetta er of erfitt fyrir þá, sem lítið spila. Þeir, sem lengra eru komnir ættu þó að hafa gaman af að spreyta sig á því. Svo sendi ég ykkur öllum, sem syngið, spilið á píanó eða gitar, frumsamið jólalag „Jólin eru að korna". Ljóðið er eftir skáld- konuna Guðrúnu Jóhannsdóttur frá Brautarholti. Þetta Ijóð er úr bók hennar „Börnin og Jólin". Lagið er tvíraddað (í D-dúr) með píanóundirleik og liggur ágætlega fyrir barnakór. Ef einhver vill svo syngja það og spila á gítarinn sinn, er það mjög auðvelt. Ég merki grip inn í textann (sjá bl. 469), og hef það þá í C-dúr, sem er ennþá auðveldara! Svo vona ég, að enginn fari í jólaköttinn! — Og að þetta verði hátíðleg og gleðirík jól! Kærar kveðjur! INGIBJÖRG „Heims um ból" Lag: GRÚBER Ljóð: SVEINBJÖRN EGILSSON A Heims um ból, helg eru jól. E7 A Signuð mær son guðs ól, D A í'relsun mannanna, frelsisins lind, D A frumglæði ljóssins. En gjörvöll mannkind E7 A meinvill í myrkrunum lá, E7 A meinvill í myrkrunum lá. A Heimi í hátíð er ný. E7 A Himneskt ljós lýsir ský. D A Liggur í jötunni lávarður heims, D A lifandi brunnur hins andlega seims, E7 A konungur lífs vors og ljóss, E7 A konungur lífs vors og ljó.ss. A Heyra má liimnum í frá E7 A englasöng: „Hallelújá“. D A Friður á jörðu, því faðirinn er D A fús þeim að líkna, sem tilreiðir sér E7 A samastað syninum lijá, E7 A samastað syninum hjá. A(dúr) Nj |/ l-f 3 D(dúr)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.